Fréttir

Akureyri - Landrisinn-Landvættur fjórþraut

Laugardaginn 13.apríl fer fram Landrisinn-Landvættur fjórþraut. Viðburðahaldari hefur einnig tekið sér það leyfi að krýna sigurvegarann sem Íslandsmeistara í fjórþraut þar sem að þetta er eina fjórþrautin sem fram fer hér á landi.

 

Lesa meira

Þingeyjarsveit lækkar gjaldskrár

Vegna áskorunar Sambands íslenskra sveitarfélaga um að gjaldskrár er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu hækki ekki umfram 3,5% á þessu ári hafa gjaldskrárlækkanir verið samþykktar á fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar. Gjaldskrár sveitarfélagsins hækkuðu um 7.5% um áramót en sveitarstjórn gaf það út í janúar að hún væri reiðubúin að endurskoða og lækka gjaldskrár og styðja þannig við þjóðarsátt.

Lesa meira

Berjumst fyrir okkar málefnum, en til þess þurfum við og okkar samtök að glaðvakna.

Undanfarið hefur nokkuð verið rætt um kjör okkar eldri borgara og hvernig við séum afskipt þegar kemur að kjarabótum. 

Lesa meira

Fyrsta skemmtiferðaskipið kemur á sunnudag

Von er á fyrsta skemmtiferðaskipinu til Akureyrar þetta árið næsta sunnudag, 14. apríl. Samkvæmt bókunum er gert ráð fyrir að 196 skip komi til bæjarins í ár, það síðasta um mánaðamótin september október.

Lesa meira

Akureyrardætur hjóla til góðs - Samhjól til styrktar Hjartavernd Norðurlands og Krabbameinsfélagi Akureyrar n.k laugardag

Allt frá árinu 2018 hafa Akureyrardætur hjólað saman og hvatt aðrar konur á Norðurlandi í hjólreiðum. Akureyrardætur urðu til 2018 þegar 10 konur tóku þátt í Wow Cychlothon og hjóluðu hringinn í kringum landið. 

Lesa meira

Upplýsingamiðstöð ferðamanna opnuð í Hofi

Upplýsingamiðstöð ferðamanna hefur verið opnuð í Hofi. Hún verður opin alla daga frá kl. 10-15 en afgreiðslutíminn lengist í 8-16 yfir hásumarið, frá 1. júní til 31. ágúst.

Lesa meira

Einn vinsælasti gesturinn í Grímsey kominn

Frá því um 3. apríl hafa sjómenn séð til lundans á sjó í nágrenni Grímseyjar en í gær settist hann upp á varpstöðvarnar í eyjunni.

Lesa meira

KEA selur eignarhlut sinn í Slippnum

KEA hefur selt 12% eignarhlut sinn í Slippnum á Akureyri

Lesa meira

Umsækjendur um starf sviðsstjóra velferðarsviðs

Alls bárust 20 umsóknir um starf sviðsstjóra velferðarsviðs Akureyrarbæjar sem auglýst var laust til umsóknar í mars. Umsóknarfrestur var til og með 3. apríl sl

Lesa meira

Skýr markmið og þrautseigja skila árangri - Saga um gefandi samstarf

Gústaf Baldvinsson framkvæmdastjóri Seagold Ltd., sem er sölufélag Samherja í Bretlandi, skrifar hér um skemmtilegt og gefandi samstarf við Dag Benediktsson sem í síðasta mánuði náði þeim frábæra árangri að verða fimmfaldur Íslandsmeistari á skíðum.

Lesa meira