Fréttir

Vikudagur blaðið Skarpur blaðið

Geimfarinn Scott Parazynski hlýtur Könnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar á Húsavík

Um helgina var haldin á Húsavík Landkönnunarhátíð á vegum Könnunarsögusafnsins. Þar veitti forseti Íslands Könnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar.
Lesa meira

Norðurþing verði plastpokalaust fyrir áramót

Helena Eydís Ingólfsdóttir er ein fjögurra aðila sem skorað hafa á sveitarfélagið Norðurþing að beita sér fyrir því að sveitarfélagið verði burðarplastpokalaust frá og með 1. Janúar 2017. Vikudagur.is slá á þráðinn til hennar og ræddi við hana um hver kveikjan sé að þessari hugmynd.
Lesa meira

Vill bráðabirgðalög í þessari viku vegna Bakka

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, oddviti Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, vill að rík­is­stjórn­in setji bráðabirgðalög í þess­ari viku, fyr­ir kosn­ing­arn­ar á laug­ar­dag­inn. Það sé nauðsynlegt til að hægt sé að halda áfram vinnu við að tengja Þeistareyki við Kröflu og upp­bygg­ing­una á Bakka.
Lesa meira

Konur ganga út kl. 14:38

Í dag, 24. október, er 41 ár frá því konur um allt land fylktu liði og yfirgáfu heimili og vinnustaði til að vekja athygli á ójafnri stöðu kynjanna. Baráttumál kvenna voru margvísleg og snerust m.a. um launajafnrétti. Nú árið 2016 hefur sem betur fer margt færst í rétta átt en samt sem áður sýna nýjustu launakannanir á vinnumarkaði að enn ber mikið í milli í launum kynjanna.
Lesa meira

Við lifum á merkilegum tímum

Við lifum á merkilegum tímum. Tímum sem geta varðað leiðina til framtíðar þar sem við munum upplifa raunverulegar kerfisbreytingar. Það er sú draumsýn sem ég og margir aðrir hafa um þessar mundir. Samfélag þar sem við öll njótum góðs af auðlindunum okkar, en ekki bara sumir. Þar sem eldri borgarar, öryrkjar og barnafjölskyldur búa ekki við skort heldur lífsins gæði sem allir eiga rétt á. Við eigum nefnilega nóg til fyrir alla.
Lesa meira

52 ferðir upp á Skólavörðuna

Sævar Helgason stefnir á 70 ferðir áður en árið er á enda.
Lesa meira

Eldur í þaki Kaffibrennslunnar

Slökkvilið var kallað út að Kaffi­brennsl­unni við Tryggvagötu á Ak­ur­eyri á átt­unda tím­an­um í kvöld. Eld­ur hafði komið upp í af­mörkuðum hluta þaks húss­ins. Fyrr um daginn hafði verið unnið að framkvæmdum í þeim hluta þaksins
Lesa meira

Eldvarnir í brennidepli hjá Akureyrarbæ

Í samræmi við samkomulag Akureyrar og Eldvarnabandalagsins um eflingu eldvarna fær allt starfsfólk bæjarins fræðslu um eldvarnir bæði á vinnustað og heima. Fyrir dyrum stendur jafnframt innleiðing eigin eldvarnaeftirlits hjá öllum stofnunum Akureyrarbæjar. Þar gegna eldvarnafulltrúar lykilhlutverki
Lesa meira

„Hefur kostað blóð, svita og tár"

Lesa meira

Tíu framboða fundur á Húsavík

Í gærkvöldi var haldinn opinn sameiginlegur framboðsfundur á Húsavík með þátttöku fulltrúa framboðslistanna í kjördæminu.
Lesa meira