Þingeyjarsveit lækkar gjaldskrár

Gjaldskrár sveitarfélagsins hækkuðu um 7.5% um áramót en sveitarstjórn gaf það út í janúar að hún væ…
Gjaldskrár sveitarfélagsins hækkuðu um 7.5% um áramót en sveitarstjórn gaf það út í janúar að hún væri reiðubúin að endurskoða og lækka gjaldskrár og styðja þannig við þjóðarsátt.

Vegna áskorunar Sambands íslenskra sveitarfélaga um að gjaldskrár er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu hækki ekki umfram 3,5% á þessu ári hafa gjaldskrárlækkanir verið samþykktar á fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar. Gjaldskrár sveitarfélagsins hækkuðu um 7.5% um áramót en sveitarstjórn gaf það út í janúar að hún væri reiðubúin að endurskoða og lækka gjaldskrár og styðja þannig við þjóðarsátt.

„Sveitarstjórn fagnar nýgerðum kjarasamningum og samþykkir tillögu Sambands íslenskra sveitarfélaga um lækkun gjaldskráa sem varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu,“ segir í bókun sveitarstjórnar.
Eftirtaldar gjaldskrár verða lækkaðar: Gjaldskrá leikskóla Þingeyjarsveitar, tónlistarskóla, heimaþjónustu og hádegisverður eldri borgara. Þessir flokkar hafa nú verið lækkaðir svo hækkunin nemur 3.5% frá fyrra ári, ekki 7.5%.

Rétt er að geta þess að í Þingeyjarsveit eru skólamáltíðir í leik- og grunnskóla gjaldfrjálsar og verða það áfram.


Athugasemdir

Nýjast