Mannlíf

Birkir Blær heldur tónleika á LYST laugardaginn 30. mars

Birkir Blær heldur tónleika á LYST laugardaginn 30. mars kl 20:30. Hann mun flytja blöndu af nýju og gömlu efni ásamt vel völdum ábreiðum. Hann mun einnig syngja glænýtt lag sem kemur í dag 29 mars, daginn fyrir tónleikana!

Lesa meira

Tónlistarhátíðin HnoðRi hefur göngu sína á Húsavík um páskana

Er ekki kominn tími á að brjóta aðeins upp normið hérna í fallega bænum okkar? Spyr Einar Óli Ólafsson, tónlistarmaður á Húsavík og listamaður Norðurþings. Hann stendur fremst í brúnni um þessar mundir við að skipuleggja tónlistarhátíð um páskana sem hann vonast til að verði að árlegum viðburði.

Lesa meira

PAPPAMANIA - Sýning gestalistamanns Gilsfélagsins Donats Prekorogja

Gestalistamaður Gilfélagsinns í mars Donat Prekorogja sýnir í Deiglunni á Akureyri, sal Gilfélagsinns. Sýningin opnar kl.17 á skírdag, fimmtudaginn 28. mars og er einungis opin þennan eina dag.

Lesa meira

„Mér fannst þetta rosalega fróðlegt og skemmtilegt og mig langar bara að fara á fleiri svona viðburði“

Unnu til verðlauna fyrir skynörvunarpeysu

Lesa meira

Eigendaskipti á elstu snyrtistofu Akureyrar

Eigendaskipti hafa orðið á elstu snyrtistofu Akureyrar en nýverið seldu þau Kristín Hildur Ólafsdóttir og Sigurður Sverrisson reksturinn á Abaco heilsulind.

Lesa meira

Háskólar landsins tóku fagnandi á móti gestum

Háskóladagurinn sem haldinn er árlega og er samstarfsverkefni allra háskóla á Íslandi var haldinn á fjórum stöðum á landinu þetta árið, Reykjavík, Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði.

Lesa meira

Tvílembingshrútar frá Hólshúsum fundust í Glerárdal eftir að hafa gengið úti í vetur

„Það var mikil gleði ríkjandi þegar þeir komu heim,“ segir Kolbrún Ingólfsdóttir sem um liðna helgi fékk tvílembingshrúta í hendur en þeir skiluðu sér ekki með móður sinni í réttina síðastliðið haust.

Lesa meira

Downs - dagurinn er i dag

Að eignast barn með Downs-heilkenni getur verið krefjandi og viðbrögð heilbrigðisstarfsfólks skipta þar öllu máli. Í tilefni af Downs-deginum í dag segir Arnheiður Gísladóttir (Addý), móðir Rúbens sem fæddist með Downs-heilkenni á Sjúkrahúsinu á Akureyri árið 2020 frá sinni upplifun.

Lesa meira

Akureyri - næsta borg Íslands

Áhrifasvæði Akureyrar er stórt en það nær um allan Eyjafjörð og að einhverju marki austur til Húsavíkur og Mývatnssveitar. Svæðið hefur vaxið hratt á síðustu árum og nú búa þar um 8% þjóðarinnar. Vöxturinn hefur verið með svipuðum hætti og á höfuðborgarsvæðinu enda hafa sveitarfélögin í nágrenni Akureyrar einnig verið í miklum vexti og mikilvægi sterkra byggða í nágrenninu er gífurlegt, því þær styrkja Akureyri og hlutverk hennar enn frekar.

Lesa meira

Ráðgjöf í málefnum fólks með heilabilun

Ný námsleið verður í boði næsta haust innan hjúkrunarfræðideildar Háskólans á Akureyri í samstarfi í félagsráðgjafadeild Háskóla Ísland.

Þetta er framhaldsnám á meistarastigi, 60 ECTS og ber heitið Ráðgjöf í málefnum fólks með heilabilun. Megininntak námsins er sérhæfing á sviði heilabilunar með áherslu á persónumiðaða, heildræna og samþætta ráðgjöf og þjónustu við fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra auk ráðgjafar og fræðslu til faghópa, almennings og stofnana. Námið er þverfræðilegt enda krefst ráðgjöf í heilabilun víðrar sýnar og samstarfs margra aðilasegir í tilkynningu.

Mikið samfélagslegt gildi

Námsleið þessi hefur mikið samfélagslegt gildi þar sem hún er unnin í samræmi við stefnumótun og aðgerðaráætlun stjórnvalda í málefnum fólks með heilabilun. Mikil þörf er á aukinni menntun og fagþekkingu í þessum málefnum í ljósi ört vaxandi hóps með heilabilun og er mikilvægt fyrir heilbrigðis og velferðarkerfið í heild. Starfsvettvangur ráðgjafa í málefnum fólks með heilabilun er talinn víðtækur en þar á meðal eru stjórnunar og ráðgjafastörf innan heillbrigðis-og velferðarkerfisins eins og innan heilbrigðisumdæma, minnismóttaka, heilsugæslu, heimahjúkrunar, félagslegrar heimaþjónustu, dagþjálfunar og hjúkrunarheimila.

Lesa meira