Akureyri - Landrisinn-Landvættur fjórþraut

Það eru engir aukvisar sem taka þátt í svona keppni
Það eru engir aukvisar sem taka þátt í svona keppni

Laugardaginn 13.apríl fer fram Landrisinn-Landvættur fjórþraut. Viðburðahaldari hefur einnig tekið sér það leyfi að krýna sigurvegarann sem Íslandsmeistara í fjórþraut þar sem að þetta er eina fjórþrautin sem fram fer hér á landi.

Viðburðurinn fer fram á Akureyri en þar þurfa keppendur að ljúka 50km skíðagöngu, 60km á hjóli, 2500m sundi og 32,7km hlaupi og hafa þeir frá sólarupprás til sólarlags að ljúka keppni. Það stefnir í metþáttöku en keppt var í fyrsta sinn árið 2023.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu www.landvaettur.com eða með því að hafa samband við Þórodd Ingvarsson sími 839-7555

Frá þessu segir í fréttatilkynningu.


Athugasemdir

Nýjast