Nýr aðili tekur við rekstri á Flugkaffi á Akureyrarflugvelli.

Steingrímur Magnússon hjá Trolley og  Hjördís Þórhallsdóttir flugvallarstjóri  Myndir  gn
Steingrímur Magnússon hjá Trolley og Hjördís Þórhallsdóttir flugvallarstjóri Myndir gn

,,Við munum fara rólega af stað en kappkosta að bjóða fólki uppá góðar veitingar og ég lofa því að pönnukökurnar með sykri verða sko áfram á boðstólnum.  Þetta er  gömul uppskrift frá langömmu sem Baldvin Sig.  ,,dassaði“ aðeins upp og  þeim verður ekki haggað“ sagði Steingrímur Magnússon hjá Trolley en ISAVA gekk til samninga við  fyrirtækið að loknu útboði og tóku hinir nýju rekstraraðilar við núna um nýliðin mánaðamót.

,,Pönnukökurnar með sykri verða sko áfram á boðstólnum" lofar Steingrímur

,, Það verður farið í ákveðnar breytingar á Flugkaffi eins og við þekkjum það, svona jafnframt því sem allt húsið fær yfirhalningu en eftir sem áður verður Flugkaffi í hjarta flugstöðvarinnar. Eftir breytingar munum við t.d. bjóða upp á heitan mat í hádeginu og hlökkum við mjög til þess“ bætti Steingrímur við. ,,Það verður hér eftir sem hingað til, gott að koma á Flugkaffi og gamlir taktar í heiðri hafðir ásamt glænýjum “ sagði Steingrímur.

Hjördís Þórhallsdóttir flugvallarstjóri á Akureyrarflugvelli er spennt  fyrir komandi tímum.  ,,Það eru spennandi tímar á flugvellinum, mikil uppbygging  og verður algjör bylting fyrir farþega  og starfsfólk hér þegar verkinu lýkur í ágúst„

,,Það er óhætt að fullyrða að þá verður Akureyrarflugvöllur með frábæra aðstöðu fyrir farþega í innanlandsflugi ásamt því að mikil bylting verður á aðstöðunni fyrir millilandaflugið“.

,,Okkur langar til þess hér verði gott og notalegt að koma, setjast niður njóta veitinga umhverfisins og slappa af  fyrir komandi flug,, sagði Hjördís að endingu.

 


Athugasemdir

Nýjast