Ný flotbryggja dregin til Grímseyjar

Seifur var seigur og dró flotbryggjuna í út í eyju  Myndir  Anna María Sigvaldadóttir
Seifur var seigur og dró flotbryggjuna í út í eyju Myndir Anna María Sigvaldadóttir

Ný flotbryggja var flutt til Grímseyjar í fyrradag. Dráttarbáturinn Seifur dró flotbryggjuna út í eyju frá Akureyri og tók ferðin um 8,5 klukkustundir. Bryggjan er 25 metra löng og leysir eldri og úr sér gengna bryggju af hólmi.

Mikil þörf var á að fá nýja flotbryggju enda er hún mikið notuð, m.a. fyrir minni fiskibáta og fyrir léttabáta skemmtiferðaskipa en staðfest er að 51 skemmtiferðaskip kemur til Grímseyjar næsta sumar. Í fyrra komu 42 skemmtiferðaskip til eyjarinnar og þeim mun því fjölga um 21%.

Uppsetning á nýju bryggjunni fór fram í gær með aðstoð dráttarbátsins Sleipnis. Margir aðrir komu að verkinu, m.a. Hafnasamlag Norðurlands, Köfunarþjónustan, Steypustöðin Dalvík ehf.og Rafeyri ehf.

  

 

 


Athugasemdir

Nýjast