Jóhann Kristinn tekur við Völsungi

Jóhann Kristinn ásamt júlíusi Bessasyni, bak við þá standa leikmennirnir ungu sem einnig skrifuðu un…
Jóhann Kristinn ásamt júlíusi Bessasyni, bak við þá standa leikmennirnir ungu sem einnig skrifuðu undir samninga. Mynd: Volsungur.is

Jóhann Kristinn Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu. Hann undirritaði samninginn í gærkvöld.

Jóhann Kristinn mun jafnframt sjá um afreksþjálfun Völsungs og FSH en hann hefur áður starfað við það verkefni. Þá mun Jóhann einnig koma að þjálfun yngri flokka en hann mun verða viðloðandi æfingar hjá þeim og felst það í að kíkja á æfingar í samráði við yfirþjálfara yngri flokka til að leiðbeina þjálfurum og iðkendum. Jóhann mun líka sjá um utanumhald á 2. flokki karla hjá félaginu.

Þá skrifuðu þrír ungir leikmenn einnig undir samning við sama tækifæri en það voru þeir Ólafur Jóhann, Rúnar Þór og Ágúst Þór.


Athugasemdir

Nýjast