Formannaskipti í Sjálfsbjörg, félagi fatlaðara á Akureyri og nágrenni

Formannaskipti í Sjálfsbjörg, félagi fatlaðra á Akureyri og nágrenni, Linda Egilsdóttir hefur tekið …
Formannaskipti í Sjálfsbjörg, félagi fatlaðra á Akureyri og nágrenni, Linda Egilsdóttir hefur tekið við af Herdísi Ingvadóttur sem gengt hefur stöðu formanns í 24 ár og sat þar áður í stjórn í 6 ár. Myndir Sjálfsbjörg

Formannaskipti urðu í Sjálfsbjörg, félagið fatlaðra á Akureyri og nágrenni á aðalfundi nýverið. Herdís Ingvadóttir lét af formennsku eftir 24 ár. Hún getur að sögn gengið stolt frá borði eftir farsæla setu í stól formanns. Hún hafði um 6 ára skeið þar á undan setið í stjórn félagsins eða í allt í þrjá áratugi.

Við keflinu tekur ung og hörkudugleg kona, Linda Egilsdóttir. Margt er framundan hjá nýrri stjórn undir hennar forystu.

Pétur Arnar Pétursson framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar á Akureyri kom inn á í sinni ræðu að miklir fjárhagsörðungleikar hefur einkennt starfsemina framan af og allt ekki alltaf ljóst hvort félagið myndi lifa af eður ei. Með mikilli elju, fórnum og baráttu hefði félagið komist fyrir vind og væri nú öflugt og í góðri stóðu. Rekstur Endurhæfingarstöðvarinnar á Bjargi gengi vel.

Herdís þakkaði fyrir þann stuðning sem hún hefði notið öll þau ár sem hún hefði tekið þátt í starfsemi félagsins, starfsfólk væri frábært sem og stjórnarfólk.

Talsverðar breytingar aðrar urðu á stjórn félagsins, en Ívar Herbertsson sem verið hefur varaformaður undanfarin 23 ár lét einnig af því embætti. Með Lindu er nú í stjórn Rúnar Þór Björnsson varaformaður, Sigrún María Óskarsdóttir, ritari, Elmar Logi X (föðurnafn) meðstjórnandi og Jósep Sigurjónsson úr fyrri stjórn sem áfram verður gjaldkeri.

Herdís og Ívar Herbertsson fráfarandi varaformaður Sjálfsbjargar  stýrðu félaginu samtals í hálfa öld.


Athugasemdir

Nýjast