Norðursigling sektuð um hálfa milljón

Andvari, einn af rafknúnum bátum Norðursiglingar.
Andvari, einn af rafknúnum bátum Norðursiglingar.

Neyt­enda­stofa hef­ur lagt 500.000 kr. stjórn­valds­sekt á fyr­ir­tækið Norður­sigl­ingu ehf. á Húsavík fyr­ir að hafa brotið gegn ákvörðun stofn­un­ar­inn­ar frá 8. fe­brú­ar 2017. 

Með fyrri ákvörðun stofn­un­ar­inn­ar hafi Norður­sigl­ingu verið bannað að nota mynd­merki og text­ann „Car­bon Neutral“ í markaðssetn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins þannig að vill­andi væri fyr­ir neyt­end­ur og ósann­gjarnt gagn­vart keppi­naut­um. Þetta kemur fram á vef Neytendastofu.

Að mati Neyt­enda­stofu voru úr­bæt­ur Norður­sigl­ing­ar á markaðssetn­ing­ar­efni fyr­ir­tæk­is­ins ófull­nægj­andi. Taldi Neyt­enda­stofa því nauðsyn­legt að leggja stjórn­valds­sekt á fyr­ir­tækið. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Norðursiglingar ehf. benti á í samtali við Vikudag að fyrirtækið hefði fjórar vikur til að kæra ákvörðun stofnunarinnar til áfrýjunarnefndar neytendamála og að það kæmi til greina að gera það. „Við höfum þennan tíma til að skoða málið, þetta er mjög sérstakt en engu að síður förum við yfir þetta áður en við tökum ákvörðun,“ sagði Guðbjartur.

Ákvörðun­ Neytendastofu má lesa í heild sinni hér. 


Athugasemdir

Nýjast