Íþróttir

Finnskur varnarmaður til liðs við Þór í fótboltanum

Heimasíða Þórs greinir frá þvi að finnski leikmaðurinn Akseli Kalermo hafi skrifa undir samnig við knattspyrnudeild félagsins  og leiki með liðinu  á komandi  keppnistímabili.  Kalermo sem er  26 ára gamall leikur i stöðu miðvarðar og kemur til Þórsara frá Litháenska félaginu FK Riteriai sem er frá Vilinius. 

Lesa meira

Arnar Pálmi og Heiðdís Edda íþróttafólk Völsungs árið 2022

Á hófi i Hlyn í  gærkvöldi var kunngjört hvaða Völsungar hefðu orðið fyrir valinu i kosningu á Íþróttafólki Völsungs fyrir árið 2022.  Kosningin fór að þessu sinni fram með  nýju sniði því öllum félagsmönnum gafst kostur á að kjósa. Kosningaþátttaka var með ágætum.

Lesa meira

Halldór Stefán tekur við þjálfun mfl karla KA í handbolta

Handknattleiksdeild KA og Halldór Stefán Haraldsson hafa gert með sér þriggja ára samning og mun Halldór því taka við stjórn á meistaraflokksliði KA eftir núverandi tímabil. Áður hafði Jónatan Magnússon núverandi þjálfari liðsins gefið út að hann myndi hætta með liðið í vor.

Halldór Stefán sem er aðeins 32 ára fór snemma út í þjálfun og kominn með mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Hann stýrði meðal annars kvennaliði Fylkis árin 2011-2016 og á sama tíma stýrði hann yngri landsliði kvenna fædd 1998 og 1999 á árunum 2012-2015. Hann var í kjölfarið ráðinn aðalþjálfari liðs Volda í Noregi þar sem hann hefur þjálfað frá 2016 en hann lætur nú staðar numið þar og kemur norður í sumar.

Lesa meira

Hermannsgangan 2023

Skíðagöngufólk á öllum aldri tók þátt og skemmti sér konunglega í Hermannsgöngunni sem fram fór í gær.  Hátt í 100 keppendur tóku þátt í göngunni og gátu þeir valið um þrjár vegalengdir 4-12 eða 24 km.  Upphaflega var ætlunin að gangan færi fram í Hlíðarfjalli en frá því var fallið vegna veðurs og þess í stað var gengið í Kjarnaskógi og að Hömrum. 

Lesa meira

Hafdís Sigurðardóttir og Nökkvi Þeyr Þórisson íþróttakona og íþróttakarl Akureyrar 2022

Nökkvi Þeyr Þórisson KA og Hafdís Sigurðardóttir Hjólreiðafélagi Akureyrar eru íþróttakarl og Íþróttakona Akureyrar árið 2022 en kjörinu var lýst í Hofi nú síðdegis.

Lesa meira

Hestamannafélagið Léttir- Uppskeruhátíð barna og unglinga

Hestamannafélagið Léttir hélt á dögunum velheppnaða fjölmenna uppskeruhátíð barna og unglinga en félagið státar af flottum duglegum krökkum sem standa sig mjög vel.

Lesa meira

Rífandi stemning þegar Ísland tryggði sig í milliriðil HM

Myndaveisla í boði Jóns Forbergs

Lesa meira

Alfreð Birgisson er bikarmeistari BFSÍ í trissuboga

Bikarmótaröð Bogfimisambands Íslands (BFSÍ) 2022-2023 lauk í dag á síðasta bikarmóti BFSÍ á tímabilinu. Alfreð Birgisson úr ÍF Akur á Akureyri var krýndur bikarmeistari BFSÍ í trissubogaflokki í dag

Lesa meira

Sveinn Margeir framlengir við KA út 2025

Sveinn er 21 árs gamall en hefur þrátt fyrir ungan aldur verið í stóru hlutverki í meistaraflokksliði KA frá komu sinni í félagið árið 2019. Á nýliðnu tímabili steig hann enn stærra skref og var í algjöru lykilhlutverki er KA endaði í 2. sæti Bestu deildarinnar og fór í undanúrslit Mjólkurbikarsins

Lesa meira

Kylfingar streymdu í golf fram að aðventu

,,Tíðin í haust hefur verið einstaklega góð og við náðum að opna golfvöllinn að Jaðri eftir þriggja til fjögurra vikna hlé,“ segir Steindór Ragnarsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar.

Lesa meira