Háskólar landsins tóku fagnandi á móti gestum

Háskóladagurinn á Akureyri var vel sóttur.
Háskóladagurinn á Akureyri var vel sóttur.

Háskóladagurinn sem haldinn er árlega og er samstarfsverkefni allra háskóla á Íslandi var haldinn á fjórum stöðum á landinu þetta árið, Reykjavík, Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði.

Vel tókst til á öllum stöðum, viðburðurinn var vel sóttur alls staðar 

Silja Rún Friðriksdóttir, kynningarfulltrúi Stúdentafélags Háskólans á Akureyri, ásamt fleiri stúdentum, lagði sitt af mörkum við skipulagningu og framkvæmd dagsins. Hún segir að það sé frábært að ferðast á ólíka staði og hitta fjölbreyttan hóp áhugasamra nemenda á Háskóladaginn og að þetta samvinnuverkefni háskólanna sé ótrúlega mikilvægt fyrir fólk sem er að huga að háskólanámi.

 

 Silja Rún Friðriksdóttir, kynningarfulltrúi SHA og Emilía Björt Pálmarsdóttir sem báðar nema Sálfræði við HA stóðu vaktina á Egilsstöðum.

„Á þessum degi fá nemendur tækifæri til að kynnast því sem þeir hafa áhuga á frá fyrstu hendi og einnig skapast þarna einstakt tækifæri til að kynnast einhverju sem þú spáðir kannski ekki í áður og vekur áhuga þinn. Von mín er sú að Háskóladagurinn verði í framtíðinni í Reykjavík á einum stað, það er að segja þar sem allir háskólar landsins koma saman og kynna sitt námsframboð undir sama þaki. Það væri kjörið fyrir þau sem eru að spá í háskólanám, maður sér nefnilega alveg hve mikið fólk kann að meta það þegar það mætir á viðburð eins og Háskóladaginn í HA eða á Egilsstöðum.” segir Silja að lokum.

Starfsfólk og nemendur úr fjölmiðlafræðinni á Háskóladeginum í Reykjavík.


Athugasemdir

Nýjast