Aukning fjárveitinga duga skammt

Nú liggur fyrir frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2017. Samkvæmt frumvarpinu er raunaukning fjárveitinga til Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) um 130 milljónir króna auk 30 milljóna sem veittar eru til þarfagreiningar vegna nýrrar legudeildar.

Á vef SAk kemur fram að til þess að halda í við aukna þjónustu og þróa starfsemi stofnunarinnar áfram á eðlilegan hátt dugar aukning fjárveitinga ekki til að koma til móts við nauðsynlega þróun starfseminnar. Aukning þyrfti að vera um 350 milljónir króna.

Sjá einnig: Starfsemi SAk eykst milli ára

„Í ljósi þess sem fram hefur komið um vilja stjórnmálamanna að setja aukið fjármagn í heilbrigðiskerfið þá skorum við á þingmenn að veita enn frekari fjármunum til heilbrigðisþjónustunnar. Fjármuna er víðar þörf en á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í pistli framkvæmdastjórnar SAk.


Athugasemdir

Nýjast