Fréttir

Hagnaður af rekstri Sparisjóðs Suður-Þingeyinga 205 milljónir króna

Aðalfundur Sparisjóðs Suður-Þingeyinga var haldinn 8. maí s.l. í félagsheimilinu Breiðumýri í Reykjadal.  Rekstur sparisjóðsins gekk vel á síðasta ári, hagnaður af starfseminni var 204,7 milljónir króna eftir skatta.  Um síðustu áramót voru heildareignir sparisjóðsins 13,1 milljarðar króna og hafa aukist um 840 milljónir á milli ára.  Innlán voru á sama tíma um 11,5 milljarðar. 

Eigið fé sparisjóðsins var 1,3 milljarður í árslok og lausafjárstaða er sterk.

 Í stjórn sparisjóðsins voru kjörin Andri Björgvin Arnþórsson, Elísabet Gunnarsdóttir, Eiríkur H. Hauksson, Margrét Hólm Valsdóttir og Sigríður Jóhannesdóttir. Varamenn, Bergþór Bjarnason og Pétur B. Árnason.

Stuðningur við íþróttastarf barna og ungmenna HSÞ

Á aðalfundinum var tilkynnt að Sparisjóðurinn muni styrkja íþróttastarf barna og ungmenna hjá aðildarfélögum Héraðssambands Þingeyinga (HSÞ) um samtals 11 milljónir króna á árinu. 

Nánari útfærsla verður kynnt aðildarfélögunum á næstunni.

 

Lesa meira

Samkomulag um eins árs framlengingu á samstarfsamningi bæjarins og ríkisins um menningarmál undirritaður

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, undirrituðu í gær samkomulag um eins árs framlengingu á samstarfsamningi bæjarins og ríkisins um menningarmál og gildir hún út árið 2024.

Lesa meira

Líforkuver leitar eftir búnaði til að hreinsa metan

Félagið Líforkuver ehf. var stofnað í lok síðasta árs, til að fylgja eftir áformum um uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi.

Líforkuver ehf. hefur leitað  eftir vilja stjórnar Norðurorku til að fá að nota, þegar fram í sækir, þann búnað sem nú er nýttur til hreinsunar á metangasi, til hreinsunar á metani í fyrirhuguðu metanveri.

Ef vilji til samstarfs um þetta mál er fyrir hendi, myndi stjórn Líforkuvers ehf. bjóða Norðurorku að leggja búnaðinn inn í óstofnað félag sem hlutafé. Stjórn Norðurorku hefur tekið jákvætt í erindið að því gefnu að notkun búnaðarins verði hætt hjá Norðurorku.

Lesa meira

Auto ehf bregst ekki við tilmælum HNE um tiltekt á lóð

Ekki hefur verið brugðist við kröfum Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra um tiltekt á lóð fyrirtækisins Auto ehf. á Setbergi á Svalbarðsströnd, en farið var fram á slíkt í byrjun febrúar síðastliðnum. Forgangsverkefni var að fjarlæga ökutæki og aðra lausamuni sem blasa við frá þjóðvegi.  Á sama fundi voru forsvarsmenn fyrirtækisins hvattir til að geyma  ökutæki sín á til þess ætluðum svæðum. Númerslausum bílum í eigu fyrirtækisins er enn komið fyrir hér og hvar innan bæjarmarka Akureyrar, en frá áramótum hafa um 20 bílar í eigu félagsins verið teknir í vörslu bæjarins.

Lesa meira

Mental ráðgjöf og Mögnum sameina krafta sína í þágu geðheilbrigðis á vinnustöðum á Norðurlandi.

Mental ráðgjöf, brautryðjandi í stefnumótandi nálgun til eflingar geðheilbrigðis á vinnustöðum, og Mögnum, öflugt ráðgjafafyrirtæki á sviði mannauðsmála á Akureyri hafa tekið höndum saman og áætla að vinna í nánu samstarfi í þágu geðheilbrigðis á vinnustöðum á Norðurlandi.

Lesa meira

Lokaorðið - Áhrifamáttur bæjarmiðla

Ég sem Húsvíkingur þekki vel til bæjarblaða. Víkurblað, með Jóhannes Sigurjónsson í stafni, var ætíð lesið spjaldanna á milli í hverri viku.

Lesa meira

Litla Hryllingsbúðin hjá Leikfélagi Akureyrar í haust

Stórleikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur í söngleiknum Litla Hryllingsbúðin sem Leikfélag Akureyrar setur upp í Samkomuhúsinu í haust. Hún fer með hlutverk tannlæknisins. Kristinn Óli Haraldsson, tekur þátt í uppsetningunni en Króli mun leika Baldur blómasala.

Lesa meira

Lóðarhafi við Hamragerði fengið um 1,4 milljónir í dagsektir vegna umgengni

„Við höfum sent út reikninga fyrir um 1,4 milljónum króna frá því samþykkt var að leggja dagsektir á lóðarhafa við Hamragerði 15,“ segir Leifur Þorkelsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Dagsektir voru fyrst lagaðar á 26. febrúar síðastliðinn vegna brota um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði nefndarinnar sem og vegna brota á meðhöndlun úrgangs.

Lesa meira

Drekinn

Eftir að hafa haft forgöngu um smíði líkana af skuttogurum ÚA fannst Sigfúsi Ólafi Helgasyni ljóst að í togarasafnið vantaði síðutogara.   Eftir að hafa ráðfært sig við hóp manna varð það úr að nú skal stefnt að smíði líkans af síðutogaranum Harðbak 3 eða Drekanum  eins og togarinn var oft nefndur, náist til þess nægjanlegt fé 

Lesa meira

Fjöruböð í uppbyggingu á Hauganesi

Pottarnir í fjörunni á Hauganesi hafa notið mikilla vinsælda síðan þeim var komið fyrir. Nú eru áform um að bæta svæðið og byggja upp betri aðstöðu með góðri þjónustu sem sárlega hefur vantað.

Lesa meira