Fréttir

Ef ég væri sími.

Líklega er áhugi fólks á tækjum og tækni mismikill. Flestir eru þó duglegir í að passa uppá símana sína, tileinka sér tækninýjungar og uppfæra þá. Þetta litla tæki sem fylgir okkur mörgum í daglegu lífi. Síminn er gjarnan skammt undan, uppi á borði, í töskunni eða vasanum. Góður sími getur veitt okkur sítengingu við alheiminn, vini og vandamenn, afþreyingu, vinnuna og bara allt mögulegt.

Lesa meira

Mörg þúsund manns árlega á faraldsfæti suður til lækninga

Þjónusta Sjúkrahússins á Akureyri hefur dregist saman undanfarin misseri. Því fer fjarri að SAK nái að uppfylla það hlutverk sem skilgreint er í lögum um heilbrigðisþjónustu, þar sem m.a. segir að sjúkrahúsið eigi að veita þjónustu í nær öllum sérgreinum lækninga og vera varasjúkrahús Landspítala

Lesa meira

Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar andlát

Eftirfarandi tilkynningu sendi lögreglan á Norðurlandi eysta frá sér  nú rétt í þessu.
Klukkan 04:30 aðfaranótt mánudags var lögreglan á Norðurlandi eystra kölluð að fjölbýlishúsi á Akureyri.
Fyrstu lögreglumönnum sem komu á vettvang var vísað á meðvitundarlausa konu í íbúðinni og hófust endurlífgunartilraunir þegar í stað. Læknir og sjúkraflutningamenn komu einnig á vettvang en tilraunir til endurlífgunar báru ekki árangur og var konan úrskurðuð látin á vettvangi.
Lesa meira

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Af hverju er svona erfitt að leggja frá sér símann?

 Er efnið sem þar er að finna alltaf svo mikilvægt og áríðandi að það gengur fyrir þau samskipti sem við erum að eiga við fólkið í kringum okkur?

  • Förum við í símann þegar að við erum undir stýri? (Já það telst líka með að gera það á rauðu ljósi).
  • Lengjum við klósettferðirnar okkar til að vera lengur í símanum?
  • Leggjum við símann alltaf á borðið á fundum, í kaffitímanum eða við matarboðið og leyfum þannig tilkynningunum á skjánum að stela athygli okkar?
  • Setjum við börnin okkar fyrir framan skjá til þess að kaupa okkur sjálfum skjátíma?
  • Leitum við í símann alltaf þegar að okkur leiðist?
  • Erum við hrædd við að vera vandræðaleg á almannafæri og förum í símann til að þykjast vera að sinna einhverju mikilvægu frekar en að líta upp og leyfa huganum að reika?
  • Dettum við út í samtölum við annað fólk því við ætluðum að fletta einhverju eldsnöggt upp en rákumst svo á eitthvað annað sem greip athygli okkar?
  • Getum við átt gæðastundir með fjölskyldunni án þess að láta símann trufla okkur?
Lesa meira

Lokaorðið - Forgangslistinn

Eftir því sem ég eldist verð ég sífellt þakklátari fyrir að fá að ganga lífsins veg með fólkinu mínu. Við erum fámenn þjóð og höfum í gegnum tíðina staðið þétt saman. Við höfum lyft grettistaki í forvörnum vegna slysa á sjó og landi.

Lesa meira

Hörður Óskarsson styrkir Krabbameinsfélagið

Hörður Óskarsson færði Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis ríflega hálfa milljón króna sem er andvirði af sölu á skarti úr gamalli mynt sem hann selur undir nafninu Mynthringir og alls konar.

Lesa meira

Háskólinn á Akureyri Endurskoðun jafnréttisáætlunar í fullum gangi

Um þessar mundir stendur yfir endurskoðun á áætlun háskólans um jafna stöðu kynjanna sem gildir frá 2021 til 2024 og jafnréttisráð Háskólans á Akureyri stendur að þeirri vinnu.

Jafnréttisráð HA er öflugt og virkt ráð sem heldur reglulega fundi og tekur fyrir og fylgir eftir erindum starfsfólks og stúdenta. Þá er boðið upp á fræðslu innan skólans ásamt þátttöku í skipulagi Jafnréttisdaga sem haldnir eru árlega. Ráðið hefur starfskraft á sínum snærum, Sæunni Gísladóttur, sérfræðing hjá Rannsóknamiðstöð Háskóla Akureyrar.

Lesa meira

Andrésar andarleikarnir haldnir í 48 sinn

Andrésar andarleikarnir í skíðaíþróttum verða haldnir í Hlíðarfjalli í næstu viku, dagana 24.-27. apríl. Skíðafélag Akureyrar heldur leikana og er þetta í 48. sinn sem efnt er til þeirra.

Lesa meira

Stöðug aukning í blóð- og krabbameinsmeðferðum hjá SAk

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis afhenti formlega á dögunum almennu göngudeildinni á SAk þrjá meðferðarstóla og þrjú hliðarborð. Mikil aukning hefur orðið í blóð- og krabbameinsmeðferðum undanfarin ár og stefnir í að svo verði áfram.

Lesa meira

Formannaskipti í Sjálfsbjörg, félagi fatlaðara á Akureyri og nágrenni

Formannaskipti urðu í Sjálfsbjörg, félagið fatlaðra á Akureyri og nágrenni á aðalfundi nýverið. Herdís Ingvadóttir lét af formennsku eftir 24 ár. Hún getur að sögn gengið stolt frá borði eftir farsæla setu í stól formanns. Hún hafði um 6 ára skeið þar á undan setið í stjórn félagsins eða í allt í þrjá áratugi.

Lesa meira