Fréttir

BSE fagnar breytingum á búvörulögum sem miða að hagræðingu hjá afurðastöðvum

Eyfirskir bændur fagna þeim breytingum sem gerðar voru á búvörulögum nýverið þar sem afurðastöðvum í kjöti er veitt heimild til samvinnu og sameiningar til að ná fram hagræðingu og lækkun vinnslukostnaðar að því er fram kemur í samþykkt á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar.

Lesa meira

Vindar menningar og gleði á Húsavík

Tónleikahátíðin HnoðRi á Húsavík er komin til að vera

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri hlýtur styrk frá Listaverkasafni Valtýs Péturssonar

Listasafninu á Akureyri hlotnaðist sá heiður á dögunum að hljóta styrk úr sjóði Listaverkasafns Valtýs Péturssonar að upphæð 1.500.000, en þann 27. mars síðastliðinn voru 105 ár liðin frá fæðingu Valtýs. Listaverkasafnið var stofnað 2011 til að halda ævistarfi hans til haga. Styrknum skal varið í kaup á listaverkum eftir ungt myndlistarfólk, en auk Listasafnsins á Akureyri hlaut Listasafn Íslands einnig styrk úr sjóðnum. 

 

Lesa meira

Nýr aðili tekur við rekstri á Flugkaffi á Akureyrarflugvelli.

,,Við munum fara rólega af stað en kappkosta að bjóða fólki uppá góðar veitingar og ég lofa því að pönnukökurnar með sykri verða sko áfram á boðstólnum.  Þetta er  gömul uppskrift frá langömmu sem Baldvin Sig.  ,,dassaði“ aðeins upp og  þeim verður ekki haggað“ sagði Steingrímur Magnússon hjá Trolley en ISAVA gekk til samninga við  fyrirtækið að loknu útboði og tóku hinir nýju rekstraraðilar við núna um nýliðin mánaðamót.

 

Lesa meira

Hópur fólks á Akureyri sem glímir við erfið eftirköst Kóvid 19

Alþjóðlegur vitundarvakningardagur um „long covid” var 15. mars síðstliðinn. Í raun má segja að allir dagar séu mikilvægir vitundardagar um eftirstöðvar veirunnar. Þetta segir fólk sem glímir alla daga við erfið eftiköst Covid 19 og hefur stofnað hóp sem hittist á Akureyri. Vikublaðið hitti þrjú úr hópnum og hlustaði á sögu þeirra. Öll eiga þau það sameiginlegt að glíma við erfiðleika eftir að hafa fengið kórónuveiruna, þau búa við verulega skert lífsgæði miðað við það sem áður var og vita ekki hvort þau eigi sér von um fullann bata.

Lesa meira

Fjármálalæsi Jöfnun stöðu allra barna

Við teljum afar brýnt að jafna stöðu allra barna þannig ekkert barn fari upp úr grunnskóla án þess að búa yfir lágmarksþekkingu í fjármálalæsi ekki frekar en börn fara út í umferðina án þess að kunna umferðarreglurnar. 

Lesa meira

Uppbygging fjölbýlishúsa í Tónatröð

„Ef það eru ekki lengur áform um uppbyggingu fjölbýlishúsa í Tónatröð í þeirri mynd sem samþykkt var að auglýsa í febrúar 2023, en ekki verið gert, þá tel ég hreinlegast að taka það verkefni af starfsáætlun og bóka niðurstöðuna svo bæði verktaki og íbúar á svæðinu verði upplýstir um stöðu mála,“ segir í bókun Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur fulltrúa B-lista í skipulagsráði Akureyrarbæjar. „Í framhaldinu verði sett á starfsáætlun að endurskoða skipulagið með uppbyggingu lítilla fjölbýlishúsa í huga.“

Lesa meira

Andlit Grenivíkur til sýnis!

Sýning á myndunum í Gamla skóla!

Lesa meira

Ný flotbryggja dregin til Grímseyjar

Ný flotbryggja var flutt til Grímseyjar í fyrradag. Dráttarbáturinn Seifur dró flotbryggjuna út í eyju frá Akureyri og tók ferðin um 8,5 klukkustundir. Bryggjan er 25 metra löng og leysir eldri og úr sér gengna bryggju af hólmi.

Lesa meira

Sextíu ár frá stofnun Verkalýðsfélags Húsavikur

Í dag, 5. apríl 2024 eru 60 ár liðin frá stofnun Verkalýðsfélags Húsavíkur, nú Framsýnar stéttarfélags. Verkalýðsfélagið varð til þegar Verka­manna­fé­lag Húsa­vík­ur og Verkakvennafélagið Von sam­einuðust vorið 1964. Fyrsti formaður fé­lags­ins var Sveinn Júlí­us­son. Fé­lags­svæði þess í dag er Norðurþing, Þingeyjarsveit og Tjörneshreppur.

Lesa meira