Útvarp Akureyri í loftið þann 1. desember

Útvarp Akureyri verður með höfuðstöðvar í miðbænum.
Útvarp Akureyri verður með höfuðstöðvar í miðbænum.

Þann 1. desember næstkomandi verður útvarpsstöð Norðlendinga, Útvarp Akureyri FM 98.7, formlega opnuð með pompi og prakt. Þetta kemur fram á vefsíðu útvarpsins, utvarpakureyri.is. Til stóð að hefja útsendingar fyrir nokkrum árum sem ekkert varð úr en nú virðist hjólin vera farin að snúast á ný. 

Útvarp Akureyri sendir út á tíðninni 98.7. Sent verður út allan sólarhringinn alla daga ársins. Útvarpsstöðin er staðsett að Gránufélagsgötu 4 eða í "JMJ" húsinu svokallaða. 

„Séra Bolli Pétur Bollason mun verða viðstaddur opnun stöðvarinnar þann 1. desember klukkan 10.00 árdegis og blessa stöðina, starfsfólk hennar og framtíð,“ segir á vef útvarpsins. 

Útvarpsmaðurinn Axel Axelsson mun keyra fyrstu klukkustundirnar á útvarpsstöðinni og útsendingarsíminn er 555-0987 og verður opinn fyrir hvað sem er. Axel mun svo mánudaginn 4. desember hefja upp raust sína klukkan 07.00 í morgunútvarpinu sem hann stýrir alla virka daga.  

„Kunnuglegar raddir munu svo hljóma á Útvarpi Akureyrar en nánar verður greint frá því síðar,“ segir á vefnum.

 


Athugasemdir

Nýjast