Arnar Már tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Arnar Már Arngrímsson er tilnefndur í annað sinn. Mynd/Skapti Hallgrímsson.
Arnar Már Arngrímsson er tilnefndur í annað sinn. Mynd/Skapti Hallgrímsson.

Arnar Már Arngrímsson er tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2018 fyrir bók sína Sölvasaga Daníelssonar en tilnefningarnar voru kynntar við hátíðlega at­höfn sl. helgi. Til­nefnt er í flokki barna- og ung­menna­bóka, fræðibóka og rita al­menns efn­is og fag­ur­bók­mennta, en fimm bæk­ur eru til­nefnd­ar í hverj­um flokki.

Bók Arnars Más er tilnefnd í flokki barna-og ungmennabóka. Sölvasaga Daníelssonar er sjálfstætt framhald Sölvasögu unglings sem kom út árið 2015 og vakti mikla athygli. Sama ár var Arnar tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og árið 2016 hlaut hann Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.

Aðrar bækur sem tilnefndar eru í flokki barna-og ungmennabóka í ár eru Sag­an um Skarp­héðin Dungal eft­ir Hjör­leif Hjart­ar­son og Rán Flygenring, Ljónið eft­ir Hildi Knúts­dótt­ur, Rott­urn­ar eft­ir Ragn­heiði Eyj­ólfs­dótt­ur og Silf­ur­lyk­ill­inn eft­ir Sigrúnu Eld­járn.

Verðlaun­in verða af­hent á Bessa­stöðum um mánaðamót­in janú­ar-fe­brú­ar á kom­andi ári og verðlauna­upp­hæðin ein millj­ón króna fyr­ir hvert verðlauna­verk.


Athugasemdir

Nýjast