Ýta bíl Eyja­fjarðar­hring­inn - Myndband

Skólafélagið Huginn hefur ýtt úr vök góðgerðaviku, eins og tekið hefur verið eftir í skólanum síðustu daga. Í lok Ratatosks á miðvikudagskvöld var góðerðakvöldvaka og aðgangseyrir innheikmtur og settur í sjóðinn. Fjölbreyttur leikur er í gangi þar sem nemendur og skólameistari hafa heitið ýmsum framkvæmdum þegar tilteknar upphæðir hafa safnast. Þetta kemur fram á heimasíðu MA.

Stjórn skólafélagsins Hugins hefur sett sér það markmið að safna einni milljón króna, færa upphæðina geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri. og eyrnamerkja féð til styrktar ungu fólki. Stjórnin leggur áherslu á mikilvægi þess máls því flestir þekki einhvern sem hafi þurft að leita þjónustu geðdeildar, og sumir nemendur þurfi sjálfir að leita þar aðstoðar. Því sé gríðarlega mikilvægt að stofnun eins og geðdeild SAK sé starfrækt hér á Akureyri. Hún sé eina sérhæfða geðdeildin utan höfuðborgarsvæðisins og því mikilvægari en ella.

Liður í söfnuninni er að ýta bíl Eyjafjarðarhringinn, en fylgjast má með því í myndbandinu hér fyrir neðan.

Stjórn skólafélagsins Hugins trúir því að í krafti fjöldans megi safna því fé sem að er stefnt og heitir á nemendur, starfsfólk og alla velunnara skólans að leggja málinu lið og leggja framlag sitt inn á bankareikning á kennitölu 470997-2229 og reikningsnúmerið 0162-05-261530.

 

 


Nýjast