Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni. 

Meðal efnis í blaðinu:

-Hrefna G. Torfadóttir formaður KA hefur gegnt félagsstörfum fyrir klúbbinn í 40 ár. Hún segist vera í draumastarfinu sem kennari í framhaldsskóla og að vinnan fyrir KA sé ástríðustarf. Ýmislegt hefur gengið á í íþróttalífinu á Akureyri undanfarið og segir Hrefna að mikilvægt sé að hafa breitt bak til að láta neikvæða umræðu ekki hafa áhrif á sig. Hrefna hefur glímt við gigt í áratugi og styðst við hækjur en lætur sjúkdóminn ekki aftra sér. Vikudagur kíkti í kaffi til Hrefnu.

- Sjötti bekkur í Síðuskóla á Akureyri hefur verið í heldur óvenjulegu verkefni í vetur en krakkarnir hafa unnið að samstarfi við grunnskólanemendur í Danmörku. Nemendurnir í Síðuskóla fóru í heimsókn til Danmerkur í byrjun apríl en mjög sjaldgæft er að svo ungir krakkar fara í nemendaferðir erlendis. Danirnir eru nú staddir hér á Akureyri í heimsókn og verða fram á laugardag. Vikudagur forvitnaðist um þetta áhugaverða samstarf.

-Alls bárust sex umsóknir um rekstur og uppbyggingu skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli á Akureyri sem auglýst var í vetur en umsóknarfrestur rann út í lok apríl. Tvær umsóknir snúa að heilstæðum rekstri en fjórar að uppbyggingu að hluta til í fjallinu.

- Stefán Árnason var í vikunni ráðinn sem þjálfari meistaraflokks karla í handbolta en KA mun tefla fram liði í 1. deild karla eftir að hafa slitið samstarfi við Þór um rekstur Akureyrar handboltafélags. Rætt er við Stefán á íþróttasíðum blaðsins.

Eva Hrund Einarsdóttir starfsmannastjóri og bæjarfulltrúi segir frá degi í sínu lífi og starfi og Jón Már Héðinsson skólameistari MA er í nærmynd.

Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is  


Athugasemdir

Nýjast