Veruleg aukning á umferð um Víkurskarðið milli ára

Umferð um Víkurskarðið tekur stökk á milli ára.
Umferð um Víkurskarðið tekur stökk á milli ára.

Að meðaltali óku 1.800 bílar á sólarhring um Víkurskarðið árið 2017 sem er 10,4% aukning á milli ára. Frá þessu er greint á Facebooksíðu Vaðlaheiðarganga. Sé miðað við umferðaspá sem gerð var árið 2012 er um 38,5% aukning að ræða en þá var spáð að um göngin færi að meðaltali 1.300 bílar á sólarhring árið 2017.

Valgeir Bergmann Magnússon, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga ehf., segir tölurnar ekki koma sér á óvart. „Þetta er mjög jákvætt í alla umræðu um Vaðlaheiðargöng. Því fleiri sem keyra um svæðið, því fleiri munu fara um göngin. Þá sérstaklega að vetri til,“ segir Valgeir.

„Þeir sem hafa barist fyrir göngunum vissu að umferðin væri að aukast um Víkurskarðið og myndi aukast ennfrekar í framtíðinni. Við gerum svo ráð fyrir því þegar göngin opna að þá muni umferð aukast ennfrekar.“

Umferð um Víkuraskarðið jókst alla mánuði ársins fyrir utan nóvember sem líklega má rekja til tíða lokunar á Víkurskarði vegna ófærðar


Athugasemdir

Nýjast