Super Break hættir við flugferðir í sumar þar sem uppbókað er á hótelum

Fyrstu farþegarnir frá Bretlandi í beinu flugi við komuna til Akureyrar í byrjun árs.
Fyrstu farþegarnir frá Bretlandi í beinu flugi við komuna til Akureyrar í byrjun árs.

Ekkert verður af beinu flugi milli Akureyrar og Bretlands í sumar þar sem uppbókað er á hótelunum á Akureyri og nágrenni. Breska ferðaskrifstofan Super Break hóf áætlunarflug til Akureyrar í janúar og var ráðgert að fljúga í sumar en búið að er að hætta við þau áform.

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir í samtali við Vikudag að þetta séu vonbrigði.

„Vissulega. Helstu vonbrigðin eru þau fá ekki Super Break til að nýta hótelin víðar um Norðurland og aðra gisti möguleika til að koma þessum sumarferðum á. Þeir voru helst að horfa á Akureyri, Mývatn og Siglufjörð sem gististaði og þá eingöngu hótel,“ segir Arnheiður.

Hún segir forsvarsmenn hótelanna á svæðinu ekki hafa vitað af áætlunarflugunum frá Bretlandi í sumar fyrr en of seint og því hafi ekki verið hægt að halda neinum herbergjum lausum. „Það var því ekkert við þessu að gera.“

Arnheiður segir ennfremur að stefnt sé á að hefja sumarflug árið 2019. 


Athugasemdir

Nýjast