Skýrslan um flugslysið við Hlíðarfjall væntanleg

/Mynd úr safni
/Mynd úr safni

Drög að lokaskýrslu um flugslysið sem varð við rætur Hlíðarfjalls 2013 þar sem tveir létu lífið hafa nú verið í umsagnarferli í um þrjár vikur. Forsvarsmaður flugsviðs Rannsóknarnefndar flugslysa segir að birting skýrslunnar hafi ekki tekið óvenjulangan tíma og hún verði vonandi birt fljótlega. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Flugvél Mýflugs brotlenti á akstursbrautinni við rætur Hlíðarfjalls á Akureyri í ágúst 2013 með þeim afleiðingum að tveir menn létust og sá þriðji slasaðist. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur ítrekað frestað skýrslunni en í frétt RÚV kemur fram að verið sé að leggja lokahönd á hana. Haft er eftir Þorkeli Ágústssyni, rannsókanarstjóra flugslysasviðs að ekki sé þess langt að bíða þar til skýslan verður birt á vef nefndarinnar, það verði líklega fyrir haustið.

 


Athugasemdir

Nýjast