Sigurður Guðmundsson verslunarmaður á Akureyri hlýtur hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar

Við afhendingu verðlaunanna í Hörpu. Eggert Jóhannsson feldskeri, Jón Gnarr borgarstjóri og Sigurður…
Við afhendingu verðlaunanna í Hörpu. Eggert Jóhannsson feldskeri, Jón Gnarr borgarstjóri og Sigurður Guðmundsson, verslunarmaður

Njarðarskjöldurinn var veittur í sautjánda sinn í gær við hátíðlega athöfn, skjöldurinn er hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar, Miðborgarinnar okkar, Félags atvinnurekenda, Kaupmannasamtakanna, SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu, Global Blue á Íslandi og Tax Free Worldwide – Ísland.
Markmið verðlaunanna að hvetja til bættrar og aukinnar verslunarþjónustu við ferðamenn í Reykjavík.

Sigurður Guðmundsson rekur tvær Viking Store verslanir sem eru leiðandi ferðamanna-verslanir í miðborginni sem hafa veitt ferðamönnum úrvals þjónustu á liðnum árum. Að auki rekur hann ferðamannaverslunina á Laugaveginum, Made in Iceland, þar sem áhersla er lögð á íslenskar úrvalsvörur. Á nýliðnu ári opnaði Sigurður listagalleríið Listfléttuna á Laugavegi en meirihluti viðskiptavina þar kaupir myndverk af íslenskum myndlistarmönnum. Að lokum rekur Sigurður hina 97 ára gömlu verslun Vísir, einnig að Laugavegi 1. Fyrri eigandi hennar var við að leggja reksturinn af eftir tæplega aldarlangar rekstur en þá tók Sigurður við versluninni. Hann segir reksturinn standi ekki undir sér, hins vegar sé verslunin svo söguleg og mikilvæg fyrir svæðið, ekki síst fyrir ferðamenn, að hún megi alls ekki leggjast af. Sigurður kallar sig ekki framkvæmdastjóra eða þvíumlíkt. Hann sé fyrst og fremst verslunarmaður. Hann beri mikið traust til síns starfsfólks og saman vinni þau að því að gera reksturinn og þjónustuna betri ár frá ári.

Heimild: Vefur Reykjavíkurborgar

 

 


Athugasemdir

Nýjast