Nýr skúfhólkur prentaður út með þrívíddarprentara

Júlía keypti gamalt gullsmíðaverkstæði frá Siglufirði og var þessi góða græja með í kaupunum, algjör…
Júlía keypti gamalt gullsmíðaverkstæði frá Siglufirði og var þessi góða græja með í kaupunum, algjör gullmoli en tækið notar hún til að gera vírinn sem notaður er inn í víravirkið.

Júlía Þrastardóttir gullsmíðameistari á Akureyri hefur hannað  og nýjan skúfhólk sem ætlunin er að nota við hversdagsskotthúfu. 

Handverkshátíðarnefnd varpaði hugmyndinni fram við Þjóðháttafélagið Handraðann í Eyjafirði og fékk Júlíu í samstarf við hönnun og framleiðslu á þessum nýja skúfhólk sem á að henta vel til daglegs brúks, ekki við þá þjóðbúninga sem til eru nú. Eitt af megin markmiðum með þessu verkefni er að skúfhólkurinn fáist á viðráðanlegu verði. Vinna við hönnun hefur staðið yfir undanfarnar vikur og mun Júlía í samvinnu við Þjóðháttarfélagið Handraðann, Fab Lab á Akureyri og Handverkshátíð í Eyjafirði kynna hann á hátíðinni. 

„Við erum í raun að þróa eitthvað nýtt en samt eftir gömlu handverki. Það er vissulega mikilvægt að halda í gamlar og fornar hefðir og þær mega alls ekki gleymast. Það er þó jafnframt nauðsynlegt að fylgja þróuninni, færa okkur líka til nútímans án þess að hið gamla tapi sínu gildi. Það má alveg orða það svo að við förum vel út fyrir rammann með þessu tiltæki. Þetta eru gjörbreytt vinnubrögð og allt annað efni en áður hefur tíðkast,“ segir Júlía. Nýi skúfhókurinn verður úr plasti, harla óvenjulegt miðað við það sem tíðkast. Íslenskur þjóðbúningur kostar skildinginn, en sem dæmi leggur skúfhólkur einn og sér sig á 40 til 110 þúsund krónur. „Við erum að vona að sá sem við nú vinnum að verði á mun viðráðanlegra verði, helst undir 10 þúsund krónum.“

 


Nýjast