Lykilembætti bæjarfulltrúa verði að fullu starf

Fullt starf eða fjölgun bæjarfulltrúa hefur oft komið til tals á Akureyri.
Fullt starf eða fjölgun bæjarfulltrúa hefur oft komið til tals á Akureyri.

Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar á Akureyri segir vert að skoða þann möguleika að bæjarfulltrúar í lykilembætti séu í fullu starfi. Matthías, sem mun hætta í pólitík í vor, er í opnuviðtali í nýjasta tölublaði Vikudags þar sem hann ræðir m.a. álag sem fylgir starfi bæjarfulltrúa meðfram fullri vinnu.

Spurður hvort gera þurfi starf formanns bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar að fullu starfi, eins og stundum hefur komið upp í umræðuna, segir Matthías að skoða ætti þann möguleika.

„Ég tel rétt að skoða allavega að staða formanns bæjarráðs verði gerð að fullu starfi. Þegar þú ert í
bæjarstjórn, bæjarráði og kannski einni nefnd þá fer þetta að nálgast fullt starf. Svo fer þetta líka mikið eftir því við hvað viðkomandi hefur að aðalstarfi. Fólk er mismunandi bundið í sinni vinnu. En mér finnst vert að skoða þennan möguleika því þetta er mjög tímafrekt,“ segir Matthías.


Athugasemdir

Nýjast