KEA úthlutaði styrkjum til 64 aðila

Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA, laugardaginn 1. desember og fór styrkúthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi. Þetta var í 85. skipti sem KEA veitir styrki úr sjóðnum. Auglýst var eftir styrkjum í október síðastliðnum og bárust tæplega 140 umsóknir.  

Úthlutað var rúmlega 15,6 milljónum króna til 64 aðila. Styrkúthlutun tók til þriggja flokka samkvæmt reglugerð sjóðsins; Menningar- og samfélagsverkefni, Rannsókna- og menntastyrkir og Íþrótta- og æskulýðsstyrkir. 

Í flokknum Menningar- og samfélagsverkefni hlutu 19 aðilar styrki, rúmlega 2,9 milljónir króna:

-Blásarasveit Akureyrar- Til að fara á stórhátíð evrópska skólahljómsveita í Gautaborg. 
-Hrútavinafélag Raufarhafnar- Vegna hrútadaga.
-Alexander Smári Kristjánsson Edelstein- Vegna náms í píanóleik og tónleikaferða. 
-Vilhjálmur B. Bragason- Til að halda vinnubúðir fyrir upprennandi tónskáld og textahöfunda. 
-Sumartónleikar í Akureyrarkirkju- Fjórir tónleikar í Akureyrarkirkju sumarið 2019. 
-AkureyrarAkademían- Til að halda fyrirlestra á öldrunarheimilum. 
-Kvennakór Akureyrar- Til að taka þátt í kóramóti á Ítalíu sumarið 2019. 
-Rauði krossinn við Eyjafjörð- Til reksturs Ungfrú Ragnheiðar, sem er verkefni er aðstoðar einstaklinga í vímuefnavanda. 
-Þórduna nemendafélag VMA, Leikfélag VMA Til að setja upp söngleikinn Bugsy Malone í Hofi. 
-Þroskahjálp á Norðurlandi Eystra- Til útgáfu bókar um sögu málefna þroskaheftra og fatlaðra á Norðurlandi. 
-Leikfélag Hörgdæla- Til kaupa á ljósabúnaði. 
-Markus Meckl- Til að halda ritlistarsamkeppni fyrir börn af erlendum uppruna á Akureyri. 
-Hollvinafélag Húna II- Til endurbóta á bátnum. 
-Iðunn Andradóttir- Vegna náms í Ballettakademien í Stokkhólmi. 
-Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri- Vegna verkefninsins Orðaleiks, sem styður íslenskunám barna af erlendum uppruna. 
-Karlakór Eyjafjarðar- Til að halda tónlistarviðburð til minningar um Eydalsbræður. 
-Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri- Til að halda Vísindaskóla unga fólksins. 
-Þóra Kristín Gunnarsdóttir- Vegna náms í klassískum píanóleik í Sviss. 
-Leikfélag Fjallabyggðar- Til að ráða til sín leikstjóra fyrir leikárið 2019.

Í flokknum Íþrótta- og æskulýðsmál hlutu 20 aðilar styrki, samtals að fjárhæð 7,5 milljónir króna:

-KA aðalstjórn                
-Þór aðalstjórn                                                 
-Skíðafélag Akureyrar                                      
-Völsungur              
-Hestamannafélagið Léttir                               
-Ungmennafélag Svarfdæla Dalvík 
-Akureyri handboltafélag                                
-Skíðafélag Dalvíkur                       
-Íþróttafélagið Magni 
-Þór KA kvennaknattspyrna 

-Sundfélagið Óðinn                                          
-Skautafélag Akureyrar                                   
-Hestamannafélagið Funi 
-Ungmennafélagið Smárinn, Hörgársveit     
-Hestamannafélagið Gnýfari, Ólafsfirði           
-Karatefélag Akureyrar
-Skíðfélag Ólafsfjarðar
-Héraðssamband Þingeyinga
-Íþóttafélagið Akur
-KFUM & KFUK á Akureyri

Í flokknum Ungir afreksmenn, hlutu 19 aðilar styrk hver að upphæð kr 150.000.-

-Alexander Heiðarsson, júdó 
-Kara Gautadóttir, kraftlyftingar
-Silvía Rán Björgvinsdóttir, íshokkí
-Berenka Bernat, júdó
-Glódís Edda Þuríðardóttir, knattspyrna
-Aron Birkir Stefánsson, knattspyrna 
-Hulda Björg Hannesdóttir, knattspyrna
-Andrea Ýr Ásmundsdóttir, golf
-Ísabella Sól Tryggvadóttir, siglingar
-Baldur Vilhelmsson, snjóbretti
-Sigþór Gunnar Jónsson, handbolti
-Unnur Árnadóttir, blak 
-Hafþór Vignisson, handbolti 
-Ólöf Marín Hlynsdóttir, handbolti 
-Guðni Berg Einarsson, skíði
-Lárus Ingi Antonsson, golf
-Arndís Atladóttir, sund
-Fannar Logi Jóhannesson, frjálsíþróttir
-Védís Elva Þorsteinsdóttir, boccia

Sex verkefni hlutu styrk í flokknum Styrkir til Rannsókna- og menntamála, samtals 1,9 milljónir króna.

-Rannsóknamiðstöð ferðamála – Til að gera ferðahegðunar- og útgjaldakönnun meðal farþega skemmtiferðaskipa. 
-Verkmenntaskólinn á Akureyri, starfsbraut- Til áframhaldandi þróunar starfsbrautarinnar.
-Námsbraut í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri – Til að halda ráðstefnuna Löggæsla og samfélagið. 
-Fræðafélag um forystufé – Til að gera athugun á næmni forystufjár gegn riðu. 
-Vera Kristín Vestmann Kristjánsdóttir – Til að kortleggja og setja í samhengi áhrif tilkomu samfélagsmiðla á stjórnmál. 
-Skafti Ingimarsson – Til að rannsaka ævi og störf Einars Olgeirssonar.

 


Athugasemdir

Nýjast