Húsavík Walking Tours ganga inn í Könnunarsögusafnið

Heiðar, Örlygur Hnefill safnstjóri og Francesco við undirritun samningsins.
Heiðar, Örlygur Hnefill safnstjóri og Francesco við undirritun samningsins.

Í gær var skrifað undir innleiðingarsamning Húsavík Walking Tours í Könnunarsögusafnið.

Húsavík Walking Tours er eins og nafnið ber í för með sér verkefni sem snýr að gönguferðum á Húsavík. Það var Húsavíkurstofa sem kom verkefninu af stað í þeim tilgangi að auka afþreyingarróf ferðaþjónustunnar í bænum ásamt því að gefa ferðamönnum tækifæri á að fræðast um Húsavík á nánari hátt með tilheyrandi sögum af fólki og framkvæmdum.

Eftir að daglegri starfsemi Húsavíkurstofu var hætt ákváðu verkefnisstjórar gönguferðanna þeir Heiðar Halldórsson og Francesco Perini að nýta þann efnivið sem kominn var til þess að koma verkefninu í fastan farveg. Gönguferðirnar voru prufukeyrðar síðasta sumar við góðan orðstýr.

Aðspurðir segja þeir að innleiðingin í Könnunarsögusafnið sé að öllu leyti rökrétt skref. Um sé að ræða töluverða hagræðingu sem geri framkvæmd og áætlanir í kringum gönguferðirnar mun auðveldari.  Stærsta ástæðan sé þó landkönnuðagrunnurinn sem gönguferðirnar og safnið eiga sameiginlegan. Þannig spila Garðar Svafarsson og Náttfari veigamikið hlutverk á báðum vígstöðum.

Nú þegar hafa borist bókarnir frá hópum fyrir sumarið og eru þeir Heiðar og Francesco sammála um að spennandi tímar séu framundan enda telja þeir að eftirspurn ferðamanna til að kynnast húsvískri sögu og samfélagi fyrr og nú sé töluverð.

 


Nýjast