Fjölbreytt dagskrá á Græna hattinum um helgina

Sóli Hólm verður með uppistand á Græna hattinum í kvöld.
Sóli Hólm verður með uppistand á Græna hattinum í kvöld.

Sóli Hólm leggur nú land undir fót og mætir á Græna hattinn á Akureyri með splunkunýtt uppistand í kvöld, fimmtudagskvöld sem hlotið hefur frábærar viðtökur í Reykjavík. Sóli hefur verið einn vinsælasti skemmtikraftur þjóðarinnar síðustu ár ásamt því að hafa getið sér gott orð í sjónvarpi og útvarpi. Eftir að hafa þurft frá að hverfa um nokkurra mánaða skeið vegna veikinda snýr hann aftur með splunkunýtt uppistand, tilbúinn að draga sjálfan sig og aðra sundur og saman í háði. Skemmtunin hefst kl. 21.00.

Á föstudagskvöldið mun Dikta stíga á stokk á Græna hattinum. Það þarf vart að kynna Diktu fyrir landsmönnum enda fyrir margt löngu búnir að syngja sig og spila inn í hjörtu þjóðarinnar með hverjum smellinum á fætur öðrum sem hljómað hafa á öldum ljósvakans. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00.

Á laugardagskvöldið eru það svo hljómsveitin Í Svörtum fötum sem gleður norðlendinga með tónleikum þar sem þeir flytja öll sín bestu og vinælustu lög. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00.

 


Nýjast