Erfið færð víða á Akureyri

Víða er þungfært á Akureyri. Mynd/Lögreglan
Víða er þungfært á Akureyri. Mynd/Lögreglan

Snjónum hefur kyngt niður á Norðurlandi um helgina og nú í nótt bættust ca. 10 cm við er fram kemur á Facebook síðu lögreglunnar á Akureyri. Snjómokstur er nú þegar hafinn, jafnt í þéttbýli sem dreyfbýli.

Lögreglan hvetur fólk til að gefa því gaum með hvaða hætti best er að fara til og frá vinnu og skóla þar sem færð er afar misjöfn. T.d. á Akureyri eru margar íbúðargötur mjög erfiðar yfirferðar fyrir fólksbíla, "svo endilega veljið viðeigandi fararmáta," segir lögreglan. 

 


Nýjast