Björn og Sarah íshokkífólk ársins

Björn Már Jakobsson. Mynd: ihi.is
Björn Már Jakobsson. Mynd: ihi.is

Björn Már Jakobsson og Sarah Smiley, bæði úr Skautafélagi Akureyrar, hafa verið valin íshokkímaður og íshokkíkona ársins. Björn Már er 30 ára varnarmaður og var mikilvægur hlekkur í liði SA sem varð Íslandsmeistari í vor. Björn var stigahæstur varnarmanna á síðasta tímabili ásamt því að vera aðstoðarfyrirliði síns liðs. Björn hefur spilað íshokkí frá barnsaldri, með meistaraflokki síðan hann var 15 ára og sleitulaust með landsliðum frá 18 ára aldri. Fyrst keppti Björn fyrir Íslands hönd í yngri landsliðum árið 1998. Frá árinu 2000 hefur Björn verið fastamaður í vörn íslenska karlalandsliðsins sem hefur jafnt og þétt bætt árangur sinn í heimsmeistarakeppnum Alþjóða íshokkísambandsins.

Sarah hefur spilað með og þjálfað kvennalið Skautafélags Akureyrar, sem hefur orðið Íslandsmeistari í íshokkí undanfarin fimm ár  Á síðasta tímabili var Sarah meðal stiga- og markahæstu leikmönnum liðsins. Sarah er einnig þjálfari hjá SA en hefur einnig verið þjálfari kvennalandsliðsins í íshokkíi undanfarin ár. Hún leiddi íslenska liðið til sigurs á síðasta heimsmeistaramóti og vakti sá góði árangur íslenska liðsins athygli í alþjóða íshokkísamfélaginu.


Athugasemdir

Nýjast