Bjarg byggir 75 íbúðir á Akureyri

Á fimmtudaginn kemur verður undirrituð viljayfirlýsing um samstarf Akureyrarbæjar og Bjargs íbúðafélags um að byggðar verði 75 nýjar íbúðir á vegum félagsins á Akureyri á næstu þremur árum. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ og stjórnarformaður Bjargs íbúðarfélag, munu undirrita samninginn ásamt Elínu Björgu Jónsdóttur, formanns BSRB og stjórnarmann Bjargs, og Birni Traustasyni, framkvæmdastjóra Bjargs íbúðarfélags. 

Eitt af meginmarkmiðum viljayfirlýsingarinnar er að byggðar verði nýjar íbúðir á Akureyri til að auðvelda tekjulægri hópum að fá öruggt leiguhúsnæði í bænum. Undirritunin fór fram í bæjarstjórnarsalnum í Ráðhúsi Akureyrar. ASÍ og BSRB stofnuðu Bjarg íbúðafélag í lok árs 2016.

Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja aðgengi að hagkvæmu, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði til langtímaleigu. Um er að ræða svokölluð leiguheimili að danskri fyrirmynd „Almene boliger“.  Bjarg íbúðafélag hefur þegar samið við Reykjavíkurborg og Hafnarfjörð um byggingu leiguíbúða.


Athugasemdir

Nýjast