Akureyrskir dansarar á topp tíu á HM

Fulltrúar frá Steps Dancecenter náði frábærum árangri á Dance World Cup.
Fulltrúar frá Steps Dancecenter náði frábærum árangri á Dance World Cup.

Dansskólinn Steps Dancecenter á Akureyri ásamt öðrum listdansskólum Íslands tóku þátt í heimsmeistaramótinu á Portúgal, Dance World Cup, í fyrsta sinn og kepptu fyrir hönd Íslands. Mótið var haldið dagana 28. júní-6. júlí.

Á mótinu tóku 62 lönd þátt og voru um 6.000 keppendur í nokkrum dansflokkum. Keppt var í sóló, dúó og í litlum og stórum hópum í mismunandi aldursskiptingum. Steps Dancecenter keppti með einn stóran hóp eða 14 dansara úr úrvalshópnum og höfnuðu þær í 8. sæti í Contemporary-nútímadansi.

Þykir það verulega góður árangur að ná á topp tíu í hverjum flokki á mótinu. Ísland hafnaði í 20. sæti í heildarstigum sem verður að teljast afar góður árangur.  


Nýjast