Aðalmeðferð hafin í máli Snorra gegn Akureyrarbæ

Snorri Óskarsson. Mynd/Þröstur Ernir
Snorri Óskarsson. Mynd/Þröstur Ernir

Aðalmeðferð í máli Snorra Óskarssonar gegn Akureyrarbæ hófst í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gærmorgun. Snorri krefst tæplega 14 milljóna króna í skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Frá þessu var greint á Rúv.

Snorri starfaði sem grunnskólakennari við Brekkuskóla en var sagt upp störfum árið 2012 vegna ummæla um samkynhneigð sem hann lét falla á bloggsíðu sinni. Snorri sagði m.a. á bloggsíðu sinni að samkynhneigð teldist vera synd og að laun syndarinnar væru dauði. Hann var áminntur og sendur í sex mánaða leyfi og síðan sagt upp störfum.

Hann kærði uppsögnina til innanríkisráðuneytisins. Akureyrarbæ var gert að greiða málskostnað sinn og Snorra. Snorri leitaði til innanríkisráðuneytisins eftir uppsögn sína. Niðurstaða þess var að uppsögnin hefði verið ólögmæt. 


Athugasemdir

Nýjast