Til hvers að þrengja Glerárgötuna?

Margt og heldur misjafnt berst stundum frá meirihluta bæjarstjórnar Akureyrar, en ein fráleitustu tíðindin upp á síðkastið eru þau að nú er búið að skipuleggja þrengingu á Glerárgötunni í eina akrein í hvora áttina. Ekki virðist sú vitleysa vera til, sem meirihlutanum dettur ekki í hug og nú kórónar þetta ævintýri allt, sem nú á að framkvæma.

Fyrir það fyrsta er Glerárgatan þjóð­braut og þurfti að fá samþykki Vegagerðar ríkisins, sem féllst á vitleysuna með semingi þó eftir ómældan þrýsting, en bara tilraun til skamms tíma. Þessi vitleysa var samþykkt af meirihluta bæjarstjórnar en vitað er að a.m.k. sjálfstæðismenn voru á móti, eðlilega.

Margir bæjarbúar eru algjörlega á móti þrengingu götunnar og hefur heyrst að þetta sé að mestu hugarfóstur eina arkitektsins í bæjarstjórninnni. Ennfremur þykir mönnum það einkennilegt að pólitíkusinn, sem hannaði skipulagið mæli síðan með því. Er þetta ekki dálítið út úr kortinu?

Þá heyrði ég að núverandi skipulagsstjóri, sá ágæti maður, væri ekkert sérstaklega hrifinn og engin hrifning þar á bæ. Nú nýtur ekki lengur Péturs Bolla við.

Það er hrein krafa um að það komi yfirlýsing frá meirihlutanum hvers vegna á að framkvæma þessa  vitleysu og er hennar óskað hér með.

Umtalið í bænum vegna þessarar fyrirhuguðu framkvæmda er slíkt og ýmsar fabuleringar í kringum það, t.d. hvort um fjárhagslegan ávinning sé að ræða fyrir einhvern með stækkun Skipagötureitsins á kostnað Glerárgötunnar. Auðvitað þarf síðan að skipuleggja það svæði og teikna byggingar. Þetta er ekki selt dýrara en það er keypt.

Svo er allt annað mál með þrengingu á Þingvallastræti og á eftir að sýna sig að er tóm vitleysa og engin haldbær rök fyrir þeirri þrengingu og engum til hagsbóta, þó ekki sé annað en að hér eru oft snjóþungir vetur


Athugasemdir

Nýjast