Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkir lækkun á eigin launahækkun!

Á Laugum í Þingeyjarsveit.
Á Laugum í Þingeyjarsveit.

Ákvörðun Kjararáðs um hækkun þingfararkaups tekin til umræðu öðru sinni á síðasta  fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar og þar lagði oddviti fram tillögu sem fól það í sér  að greiðslur fyrir setu í sveitarstjórn og í nefndum á vegum sveitarfélagsins verði áfram hlutfall af þingfararkaupi, en í ljósi þeirra hækkana sem orðið hafa á þingfararkaupi samþykki sveitarstjórn Þingeyjarsveitar að lækka núverandi hlutfall fyrir setu í sveitarstjórn úr 10% í 8% og greiðslur til oddvita úr 15% í 12%, samsvarandi breyting verði á greiðslum fyrir nefndastörf og fundasetu á vegum sveitarfélagsins. Við þessa breytingu muni þessar greiðslur hækka að meðaltali um 15,47%  í stað 44% hækkunar.

Tillaga oddvita var samþykkt með fimm atkvæðum en Ragnar Bjarnason sat hjá. JS


Athugasemdir

Nýjast