Steingrímur er forseti Alþingis

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, þingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi var kjör­inn for­seti Alþing­is nú síðdegis. Stein­grím­ur er aldursforseti þingsins og því hóf hóf hann daginn sem þingforseti áður en kosið var en hann settist fyrst á þing árið 1983.

Alls greiddu 60 þing­menn at­kvæði með því að Steingrímur yrði for­seti Alþing­is, en hann var einn í framboði til embættisins.

Sex vara­for­set­ar voru kjörn­ir: Þór­unn Eg­ils­dótt­ir, Birg­ir Ármanns­son, Jón Þór Ólafs­son, Val­gerður Gunn­ars­dótt­ir, Jóna Sól­veig El­ín­ar­dótt­ir og Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir.


Athugasemdir

Nýjast