Mikið um útstrikanir hjá Framsóknarflokknum

Skjáskot af RÚV
Skjáskot af RÚV

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson oddviti Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi er sá frambjóðandi sem kjósendur flokksins strikuði oftast úr í nýliðnum Alþingiskosningum.  Útstrikanir á seðlum Framsóknarflokks voru áberandi fleiri en hjá öðrum flokkum. Þetta kom fyrst fram á RÚV

Þegar þetta er ritað liggja ekki nákvæmar tölur fyrir um fjölda útstrikana en ljóst er að langflestir seðlarnir tilheyra Framsóknarflokknum og Sigmundur Davíð sá sem oftast er strikaður út. Þá hefur Sigmundur Davíð haldið því fram að flokkinum hefði vegnað betur undir hans forystu. Hann segist hafa getað tryggt Framsókn 18 – 19% fylgi.

Til þess að Sigmundur Davíð færist niður um sæti þurfa 25% kjósenda í kjördæminu að strika hann út.


Athugasemdir

Nýjast