MA verður settur 31. ágúst í haust

Menntaskólinn á Akureyri. Mynd/Þröstur Ernir
Menntaskólinn á Akureyri. Mynd/Þröstur Ernir

Skólaárið í Menntaskólanum á Akureyri tekur breytingum næsta haust og verður skólinn settur þann 31. ágúst, eða um hálfum mánuði fyrr en vanalega. Skólaslit verða áfram þann 17. júní eins og hefð er fyrir og síðasta vorannarprófið verður 6. júní. Unnið hefur verið að því síðustu misseri að færa skólaár MA til meira samræmis við skólahald í öðrum framhaldsskólum. Slíkt er forsenda fyrir auknu samstarfi framhaldsskóla á Norðurlandi eystra. Jón Már Héðinsson, skólameistari MA, segir að breytingarnar verði teknar í skrefum.

Nánar er fjallað um málið í prentúgáfu Vikudags sem kom út í gær og rætt við Jón Má Héðinsson. 


Athugasemdir

Nýjast