Kalla eftir viðhorfsbreytingum

Frá baráttufundinum á Ráðhústorgi í dag. Mynd: Óskar Halldórsson/vma.is
Frá baráttufundinum á Ráðhústorgi í dag. Mynd: Óskar Halldórsson/vma.is

Í gær kl 14:38 gengu konur um allt land út af vinnustöðum sínum í tilefni kvennafrídagsins. Vegna vetrarfría í framhaldsskólunum á Akureyri, VMA og MA, í gær, ákváðu konur í báðum skólum að efna til sameiginlegs baráttufundar á Ráðhústorgi í dag, þriðjudag, þar sem ávörp voru flutt, sungið o.fl. Kröfuspjöld voru á lofti þar sem jafnréttis, ekki síst launajafnréttis  var krafist, en á það var lögð mikil áhersla í barátturæðum kvenna á kvennafrídaginn í gær. Frá þessu er greint á vefsíðu VMA

Þar segir jafnframt að ein þeirra kvenna sem fluttu ræður á fundinum á Ráðhústorgi fyrir hádegi í dag var Hildur Friðriksdóttir. Hún starfar á bókasafni VMA og vann meistarprófsverkefni sitt við HA sl. vor um svokallað hrelliklám. þar beindi hún m.a. sjónum að því hvernig íslensk löggjöf skilgreinir hrelliklám og jafnframt innihaldsgreindi hún íslenskt hrelliklám á vefsíðunni Chansluts.com

Ræðu Hildar má lesa í heild sinn með því að smella hér


Athugasemdir

Nýjast