„Hin fullkomna litla þungamiðja heimskautsbaugsins“

Vellíðan einkennir innflytjendur á Akureyri sem segja bæinn af réttri stærð og nálægðina við náttúru…
Vellíðan einkennir innflytjendur á Akureyri sem segja bæinn af réttri stærð og nálægðina við náttúruna skipta máli. Mynd/Þröstur Ernir

Á árunum milli 2004 og 2014 jókst fjöldi innflytjenda sem býr á Akureyri úr 369 í 778. Í rannsókn sem gerð var á Akureyri árið 2013 meðal tvö hundruð innflytjenda, kom fram að 82% þeirra voru ánægðir með það líf sem þeir hafa skapað sér í bænum. Í könnunum sem mælt hafa lífsgæði á vegum OECD ríkjanna og annarra, hefur Ísland í áraraðir verið meðal þeirra efstu. Þrátt fyrir það hafa litlar rannsóknir verið gerðar hérlendis á hamingju og vellíðan.

Hvað er það sem skiptir máli í daglegu lífi innflytjenda á Akureyri og veitir þeim hamingju?

Þessari spurningu veltir Markus Meckl, prófessor við Háskólann á Akureyri, og Stéphanie Barillé fyrir sér við gerð rannsóknar um hamingju og vellíðan innflytjenda á Akureyri. Greinin birtist fyrst í Ritinu, tímariti hugvísindastofnunar. Niðurstöðurnar gefa til kynna að aðlögun hafi verið árangursríkust hjá innflytjendum með mikið félagslegt auðmagn og að fólk grípi oft til einstaklingsbundinna aðferða til að aðlagast þar sem nærsamfélagið virðist gegna árangursríku hlutverki við aðlögun nýrra íbúa á hinu hugmyndalega og tilfinningalega sviði en ekki vera jafn skilvirkt á hinu hagnýta sviði.

Vikudagur birtir brot úr greininni þar sem vitnað er til orða innflytjenda í bænum en nálgast má greinina í prentútgáfu blaðsins.


Athugasemdir

Nýjast