Efla - Fjölbreytt og krefjandi verkefni af ýmsu tagi

EFLA bauð viðskiptavinum og öðrum gestum í boð í Ketilhúsinu í tilefni af 50 ára afmæli sínu á liðnu…
EFLA bauð viðskiptavinum og öðrum gestum í boð í Ketilhúsinu í tilefni af 50 ára afmæli sínu á liðnu hausti Myndir EFLA

EFLA bauð viðskiptavinum sínum til fagnaðar í Ketilhúsinu í tilefni af 50 ára afmæli stofunnar, sem var í október síðastliðnum. „Ástæða þess að við vildum halda boð norðan heiða er vegna þess hversu mjög skrifstofan hefur stækkað að undanförnu,“ segir Hjalti Már Bjarnason, svæðisstjóri EFLU á Norðurlandi.

 Starfsfólk EFLU á Norðurlandi er um 30 talsins, langflest á Akureyri en einnig starfar fólk á Siglufirði, Húsavík og í Þingeyjarsveit, við Mývatn. Bróðurpartur starfmanna EFLU var í boðinu ásamt framkvæmdastjórn fyrirtækisins, þar á meðal svæðisstjórum, sviðsstjórum og framkvæmdastjóra. „Það er alltaf gott að hitta fólkið sem við vinnum með utan vinnutíma og á verkstöðum. Þar gefst kærkomið tækifæri til að ræða ýmsa hluti og gera sér glaðan dag,“ segir Hjalti Már sem kynnti starfsemi fyrirtækisins fyrir norðan og sagði frá helstu verkefnum á viðburðinum.

Anna Bragadóttir, Sigríður Stefánsdóttir, Dagmey Kristjánsdóttir, Margrét Róbertsdóttir, Tinna Arnarsdóttir og Elín María Helgadóttir, hjá EFLU á Norðurlandi.

Birta Kristín Helgadóttir, sviðsstjóri orku hjá EFLU, flutti einnig stutt erindi sem fjallaði um orkuskiptin og möguleikana sem felast í þeim. Þegar kemur að orkuskiptum vinnur EFLA að verkefni til að nýta glatvarma frá álþynnuverksmiðju TDK til upphitunar á Akureyri í veitukerfi Norðurorku og hagkvæmnigreiningu á nýtingu glatvarma frá kísilveri PCC í grænum iðngarði á Bakka norðan Húsavíkur.

Smávirkjanir, KA-svæði og baðstaðir

 Meðal verkefna sem starfsfólk EFLU á Norðurlandi hefur unnið að eða vinnur um þessar mundir eru uppbygging á KA-svæðinu þar sem EFLA sér um hönnun burðarvirkis, lagna og loftræsingar í nýrri stúku og félagsaðstöðu. Skógarböðin þar sem fyrirtækið sá um alla verkfæðiráðgjöf, m.a. burðarvirki, laugakerfi, rafkerfi og lýsingu. Einnig Jarðböðin í Mývatnssveit þar sem EFLA sér um verkfæðiráðgjöf.

 Hjalti Már  Bjarnason svæðistj. EFLU á Norðurlandi fór yfir  verkefni  fyrirtækisins.

„Þá er eitt af sérsviðum EFLU hönnun smávirkjana og höfum við komið að mörgum virkjunum ma. Glerá I, II, Hólsvirkjun og Þverárvirkjun. Nýjasta verkefnið er Árskógsvirkjun í Þorvaldsdal,“ segir Hjalti Már en starfsfólk EFLU tekur einnig þátt í vinnu við fyrirhugaða  göngu- og hjólabrú yfir Glerá, vestan Hörgárbrautar. Auk þess að sjá um fjölda verkefna á svæðinu vinnur starfsfólk EFLU Norðurlandi að fjölbreyttum verkefnum í samstarfi við starfsfólk fyrirtækisins um allan heim.

Jón Pétur Indriðason  og  Ólafur Ágúst Ingason sviðsstjóri  bygginga hjá EFLU

 


Athugasemdir

Nýjast