Á GÖTUHORNINU: Hríseyingar ósáttir við umhirðu

Hrísey.
Hrísey.

Á götuhorninu er liður í Vikdegi þar sem orðið á götunni fær að heyrast:

Íbúar í Hrísey eru ekki alls kostar sáttir við Akureyrarbæ vegna umhirðu á túnum á eynni en málið var tekið fyrir á fundi hverfisnefndarinnar nýverið.

„Túnin eru ekki hirt og eru að breytast í móa. Hverfisráð leggur því fram spurningu hver stefnan hjá Akureyrarbæ sé í þessu samhengi, og hvort það eigi að hirða túnin í framtíðinni,“ segir í bókun hverfisnefndarinnar.

Ef Hrísey á að vera Perla Eyjafjarðar, eins og segir í nýrri ferðamálastefnu Akureyrarbæjar, þá er nú lágmark að túnin séu í lagi.

-þev


Athugasemdir

Nýjast