Frá KDN - í kvöld byrjar boltinn að rúlla

Nú er Kjarnafæðimótið að rúlla af stað og er fyrsti leikurinn föstudaginn 8.desember.  Við erum að sjálfsögðu full tilhlökkunar og getum ekki beðið eftir því að fara út á völlinn og keyra tímabilið í gang.

Nokkur atriði sem við viljum nefna fyrir mótið.

- Okkur áskotnaðist töluverður fjöldi af fólki á dómaranámskeið í haust. Liðin nota þetta mót til að skoða og prófa leikmenn og það sama á við um okkur dómara, við viljum gefa nýja fólkinu okkar tækifæri á því að spreyta sig í dómarastörfum. Við í KDN óskum þess að nýjum aðilum sem og reynslumeiri verði sýnd sú virðing sem þau eiga skilið fyrir að vilja leggja knattspyrnunni lið með framtaki sínu.
Einn brjálaður þjálfari, leikmaður eða stuðningsmaður getur hæglega orðið til þess að við sjáum viðkomandi dómara ekki aftur.

- Leiktímar geta breyst með stuttum fyrirvara og reynum við að upplýsa um það á facebooksíðunni.
- Leikirnir fara fram samkvæmt öllum venjulegum knattspyrnureglum og áherslum.
- Breyting á reglum um skiptingar: Skiptingar eru ótakmarkaðar þar til seinni hálfleikur er hafinn. Eftir það má skipta 5 leikmönnum í 3 stoppum.
- Fréttir,myndir og upplýsingar verða mjög reglulegar á á facebooksíðu okkar ,,Knattspyrnudómarafélag Norðurlands"

 Hlökkum til að sjá ykkur, höfum gaman af og njótum þess að komast á völlinn aftur.


Með knattspyrnukveðju

Stjórn KDN


Athugasemdir

Nýjast