Mannlíf

And Björk, of course eftir Þorvald Þorsteinsson frumsýnt á dánardegi höfundarins

And Björk, of course, eftir Þorvald Þorsteinsson, er í senn sprenghlægilegt, óviðeigandi og óþægilegt. Leikstjóri verksins er Gréta Kristín Ómarsdóttir en leikarar eru Jón Gnarr, Sverrir Þór Sverrisson, Eygló Hilmarsdóttir, Urður Bergsdóttir, Davíð Þór Katrínarson, María Pálsdóttir og María Heba Þorkelsdóttir.

Lesa meira

Frábær árangur DSA - Listdansskóla Akureyrar í undankeppni Dance World Cup

Þær gerðu það sannarlega gott stelpurnar  frá  DSA - Listdansskóla Akureyrar  sem tóku þátt í undankeppni heimsmeistaramótsins Dance World Cup sem fram fór í Borgarleikhúsinu s.l.  mánudag.  

Stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu með glæsibrag í flokknum söngur og dans með 85 stigum! Þar að auki komu þær heim með fjögur silfur og eitt brons. Yngsti keppandinn var aðeins 6 ára og fór heim með hvorki meira né minna en þrjú verðlaun. 

 Heimsmeistaramótið verður haldið í Prag í sumar, og hafa öll atriði DSA unnið sér inn keppnisrétt. Þetta er í fimmta sinn sem DSA - Listdansskóli Akureyrar tekur þátt í Dance World Cup en þar koma saman rúmlega 100.000 börn frá 50 löndum. 

 

Lesa meira

Listamaður Norðurþings gefur til baka

Stendur fyrir tónlistarhátíð á Húsavík um páskana

Lesa meira

Skemmtileg heimsókn Hollvina Húna í Lögmannshlíð

Þeir komu ekki tómhentir  félagarnir  i Hollvinum Húna þegar  þeir s.l. föstudag mættu í heimsókn i  Öldrunarheimilið  Lögmannshlíð.  Félagarnir höfðu meðferðis líkan af Húna ll Hu 2 sem smíðað var fyrir hollvini á s.l ári.  Er þetta í kjölfar þess að fyrrum sjómenn ÚA afhentu á dögunum Dvalarheimilinu Hlíð glæsilegt líkan af Stellunum svokölluðu, skipi ÚA og verða skipslíkönin til sýnis hjá heimilisfólkinu næstu mánuði.

Lesa meira

,,Við hlökkum til að taka á móti TF-LÍF"

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum mun  björgunarþyrlan TF-LÍF verða flutt til Akureyrar innan skamms og komið fyrir á Flugsafni  Íslands þar sem þessi margfræga þyrlu mun verða til sýnis um alla tíð.   Þyrla sem er að gerðinni Aérospatiale AS-332L 1 Super Puma var pöntuð af Landhelgisgæslunni i júni 1994 og afhent hér ári seinna með mikilli viðhöfn. Óhætt er að segja að TF- LÍF undir stjórn  Landhelgisgæslunnar hafi svo sannarlega verið dýrmæt og komið að afar mörgum lífsbjargandi aðgerðum í hinum ýmsu veðrum og aðstæðum.  Láta mun nærri að tæplega 1600 manns hafi verið bjargað eða fluttir í sjúkraflugi  með TF-LÍF 

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum mun  björgunarþyrlan TF-LIF verður flutt til Akureyrar innan skamms og komið fyrir á Flugsafni  Íslands þar sem þessi margfræga þyrlu mun verða til sýnis um alla tíð.   Þyrla sem er að gerðinni Aérospatiale AS-332L 1 Super Puma var pöntuð af Landhelgisgæslunni i júni 1994 og afhent hér ári seinna með mikilli viðhöfn. Óhætt er að segja að TF- LÍF undir stjórn  Landhelgisgæslunnar hafi svo sannarlega verið dýrmæt og komið að afar mörgum lífsbjargandi aðgerðum í hinum ýmsu veðrum.  Láta mun nærri að tæplega 1600 manns hafi verið bjargað eða fluttir í sjúkraflugi  með TF-LÍF þennan aldarfjórðug sem  þyrlan ,,stóð vaktina".  Landshelgisgæslan tók TF-LÍF úr notkun árið 2020.

Steinunn María Sveinsdóttir safnsstjóri á Flugsafninu er svo sannarlega í sjöunda himni með nýja safngripinn.  

,,Við hlökkum til að taka á móti TF-LÍF og bæta henni við safnkost okkar. Þyrlan á sér merka sögu og þótti bylting í þyrlurekstri Landhelgisgæslunnar þegar hún kom til landsins árið 1995. Hún snertir strengi í hjörtum margra og miðað við viðbrögðin sem við höfum fengið, þá ríkir mikil ánægja með að hún verði varðveitt á Flugsafninu.

 Ekki er búið að ákveða nákvæmlega hvenær hún kemur norður en það styttist í það. Sænska fyrirtækið Ex-Change Parts AB sem keypti TF-LÍF, tók úr henni hluti sem þóttu nýtilegir og gáfu safninu þyrluna af miklum góðhug. Þeir hafa einnig gefið safninu varahluti sem nýtast til að gera hana sýningarhæfa og erum við þeim afar þakklát. Við munum vinna að því að gera hana sýningarhæfa þegar hún kemur norður og síðan finna henni varanlegan stað í safninu, en til þess þurfum við að endurraða aðeins og gerum við það í haust áður en Þristurinn kemur inn fyrir veturinn" og Steinunn María bætir við.

,, Henni verður komið fyrir nálægt "litlu systur" þyrlunni TF-SIF og flugvélinni TF-SYN, sem báðar þjónuðu Landhelgisgæslunni dyggilega um áratugaskeið. Stefna safnsins hefur verið að hópa saman flygildum sem tengjast björgunar- og sjúkraflugi en á safninu er sýning um björgunar- og sjúkraflug sem safnið hlaut styrk til úr Safnasjóði. Björgunar- og sjúkraflug skipar stóran sess í flugsögu Íslendinga og mikilvægt að gera því góð skil á Flugsafni Íslands."

,,Í góðu samstarfi við öldungaráð Landhelgisgæslunnar, Landhelgisgæsluna, sænsku kaupendurna, velunnara og styrktaraðila höfum við unnið að þessu góða verkefni síðustu mánuði. Við hlökkum til að taka á móti TF-LÍF og gera betur grein fyrir öllu því góða fólki og fyrirtækjum sem hafa lagt okkur lið,, segir svo í færslu á Facebooksíðu Flugsafnsins.

.  Landshelgisgæslan tók TF-LÍF úr notkun árið 2020.

Steinunn María Sveinsdóttir safnsstjóri á Flugsafninu er svo sannarlega í sjöunda himni með nýja safngripinn.  

,,Við hlökkum til að taka á móti TF-LÍF og bæta henni við safnkost okkar. Þyrlan á sér merka sögu og þótti bylting í þyrlurekstri Landhelgisgæslunnar þegar hún kom til landsins árið 1995. Hún snertir strengi í hjörtum margra og miðað við viðbrögðin sem við höfum fengið, þá ríkir mikil ánægja með að hún verði varðveitt á Flugsafninu.

 Ekki er búið að ákveða nákvæmlega hvenær hún kemur norður en það styttist í það. Sænska fyrirtækið Ex-Change Parts AB sem keypti TF-LÍF, tók úr henni hluti sem þóttu nýtilegir og gáfu safninu þyrluna af miklum góðhug. Þeir hafa einnig gefið safninu varahluti sem nýtast til að gera hana sýningarhæfa og erum við þeim afar þakklát. Við munum vinna að því að gera hana sýningarhæfa þegar hún kemur norður og síðan finna henni varanlegan stað í safninu, en til þess þurfum við að endurraða aðeins og gerum við það í haust áður en Þristurinn kemur inn fyrir veturinn" og Steinunn María bætir við.

,, Henni verður komið fyrir nálægt "litlu systur" þyrlunni TF-SIF og flugvélinni TF-SYN, sem báðar þjónuðu Landhelgisgæslunni dyggilega um áratugaskeið. Stefna safnsins hefur verið að hópa saman flygildum sem tengjast björgunar- og sjúkraflugi en á safninu er sýning um björgunar- og sjúkraflug sem safnið hlaut styrk til úr Safnasjóði. Björgunar- og sjúkraflug skipar stóran sess í flugsögu Íslendinga og mikilvægt að gera því góð skil á Flugsafni Íslands."

,,Í góðu samstarfi við öldungaráð Landhelgisgæslunnar, Landhelgisgæsluna, sænsku kaupendurna, velunnara og styrktaraðila höfum við unnið að þessu góða verkefni síðustu mánuði. Við hlökkum til að taka á móti TF-LÍF og gera betur grein fyrir öllu því góða fólki og fyrirtækjum sem hafa lagt okkur lið,, segir svo í færslu á Facebooksíðu Flugsafnsins.

 

Lesa meira

Einbúakaffi í Akureyrarkirkju í fyrsta sinn fimmtudaginn 15 febrúar n.k.

Sr. Hildur Eir Bolladóttir segir frá þvi í færslu á Facebook nú í morgun að opið hús verði i Safnaðarheimilinu fyrir alla sem búa einir en lagni til þess að hitta  annað fólk og svala þannig  félagslegri þörf sinni.  Þarna verður hægt að grípa í spil, rifja upp mannganginn við taflborðið, vinna hannyrðir, greina ljóð, eða ræða um bækur, trúmál nú eða blessuð þjóðmálin og liklega skipulagssmál innanbæjar  eða bara segja skemmtilegar sögur. 

Drekka gott kaffi og hafa kleinu með því.

Sr. Hildur Eir segir  ennfremur að fyrirhugað sé að ,,Fá gesti í heimsókn sem kenna slökun, eða prjónaskap eða heimsspeki en umfram allt er þetta hugsað fyrir alla sem búa einir en hafa gaman af fólki á öllum aldri af öllum kynjum í breidd hinnar guðdómlegur sköpunar."

,,Prestarnir munu ekki láta sig vanta i gott kaffið sem ísbrjótar samskiptanna, leiða spjalllið hér og þar um salinn og njóta þess að vera með," eins og segir i tilkynningu.

Lesa meira

Frábært færi í Kjarnaskógi

Það er óhætt að fullyrða að færið í Kjarnaskógi og að Hömrum fyrir skíðagöngufólk er frábært eftir  snjókomu í gær og nótt sem leið. Í færslu  sem  þau hjá Skógræktarfélagi Eyjafjarðar settu inn á Facebook í morgun segir ,,Helstu gönguleiðir í Kjarna og á Hömrum nýtroðnar, Naustaborgum öllum lokið innan stundar 🙂 Hiti -4, yndisveður og færi !"

Um að gera fyrir göngufólk að skella sér einn hring eða tvo eftir vinnu í dag,.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Þriðjudagsfyrirlestur - Ýr Jóhannsdóttir

Þriðjudaginn 6. febrúar kl. 17-17.40 heldur Ýr Jóhannsdóttir, textílhönnuður og myndlistarkona, fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur ársins undir yfirskriftinni Kynning á verkefnum Ýrúrarí. Aðgangur er ókeypis. 

Á fyrirlestrinum fer Ýr yfir ýmis verk og verkefni sem hún hefur unnið að undir nafninu Ýrúrarí. Verkin einkennast af húmor og leikgleði sem lífga upp á hversdaginn þar sem gamlar flíkur öðlast nýtt líf sem gangandi listaverk. Meðal annars verður farið yfir verkefnin Peysa með öllu, sem unnið var í samstarfi með fatasöfnun Rauða Krossins, PizzaTime með stúdíó Fléttu, sem vann Hönnunarverðlaun Íslands fyrir verk ársins 2023, sýninguna Nærvera frá 2023, skapandi fataviðgerðarsmiðjur og fleiri verkefni af ferlinum. 

Ýr Jóhannsdóttir lærði textílhönnun í Myndlistaskólanum í Reykjavík og Glasgow School of Art og kláraði meistaranám í listkennslu við Listaháskóla Íslands haustið 2021. Prjónaverk Ýrúrarí hafa m.a fengið umfjöllun á Vogue.com, Colossal, Dezeen og fleiri miðlum. Einnig má finna verk Ýrar í safneign The National Museums of Scotland, Textiel Museum, Museum fur Kunst und Gewerbe, International Folk Museum og Hönnunarsafni Íslands. Auk þess hafa verk eftir Ýri verið sýnd í Listasafni Reykjavíkur, Hönnunarsafni Íslands, Nordatlantens brygge og Smithsonian Design Museum. Nokkur verk leynast einnig í einkaeign listafólksins Erykah Badu, Wayne Coyne, Miley Cyrus og Noel Fielding. 

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Gilfélagsins og Myndlistarfélagsins á Akureyri. Aðrir fyrirlesarar vetrarins eru Sanna Vatanen, textílhönnuður, Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, safnfræðslufulltrúi, Guðrún Hadda Bjarnadóttir, handverks- og myndlistarkona, Joris Rademaker, myndlistarmaður, Pablo Hannon, hönnuður og listamaður, Donat Prekorogja, myndlistarmaður, og Egill Logi Jónasson, myndlistarmaður.

Lesa meira

Lokaorðið - Er bíllinn í gangi?

Góðir nágrannar eru ómetanlegir. Þegar fjölskyldan mín flutti í götuna okkar fyrir aldarfjórðungi voru allir nágrannarnir frumbyggjar. Umgengni í götunni var metnaðarfull, allir samstíga með að klippa runna, moka snjó og hreinsa illgresið við gangséttarnar. Bílastæðin inná lóðunum og sjaldséð að bílar stæðu á götunni. Við vorum þá yngstu íbúarnir. Nú hafa gömlu góðu frumbyggjarnir tínst yfir móðuna miklu einn af öðrum. Einungis einn er eftir. Þannig týnist tíminn og við hjónin erum skyndilega komin í hóp þeirra elstu.

Nýtt fólk er komið við allar hliðar hússins okkar og sama hjálpsemin er eins og áður var. Unga fólkið hefur gát á gamlingjunum. Iðulega er einn nágranninn búinn að blása snjó af stéttinni fyrir framan húsið okkar og annar passar uppá að við gleymum ekki bílskúrnum opnum. Það var til dæmis notalegt að fá skilaboð frá grannkonu á dögunum.

Ég hafði verið að útrétta á bílnum seinnipart dags og var að bakka í stæðið þegar síminn hringdi og truflaði mig.  Í stað þess að hunsa símann svaraði ég og gleymdi mér svo. Grannkonan góða sagðist ekki geta gengið til náða fyrr en hún væri viss um eitt og spurði: „Er bíllinn ykkar í gangi?“ Það stóð heima, bíllinn var á sínum stað og hafði verið í gangi í marga klukkutíma. 

Já, góðir nágrannar eru ómetanlegir.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Listamannaspjall – Guðný Kristmannsdóttir

Laugardaginn 3. febrúar kl. 15 verður boðið upp á listamannaspjall í Listasafninu á Akureyri. Þá mun Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins, ræða við Guðnýju Kristmannsdóttur um sýningu hennar, Kveikja, sem var opnuð um síðastliðna helgi. Aðgöngumiði að safninu jafngildir aðgangi að listamannaspjalli.

Um Guðnýju og sýninguna segir listfræðingurinn Pavi Stave: „Djarfar og kröftugar pensilstrokur bera ekki vitni um hvatvísi í risastórum málverkum myndlistakonunnar Guðnýjar Kristmannsdóttur, heldur birtast villtar og goðsagnakenndar skepnur upp úr löngu og meðvituðu ferli – hvort sem það er páfugl með strap-on eða skordýr í trylltum hlátri. Þykk upphleðsla lita, þunnar málningastrokur og hrár grunnur á yfirborði málverksins skapa kraftmiklar en yfirvegaðar hliðstæður sem blása lífi í skepnurnar. Skapandi og hrekkjótt; gleði þeirra er smitandi. Play Me – Kveikja er titill eins verksins. Athugið að þér er ekki endilega boðið til leiks, heldur er verið að lokka þig til þess að gefa þér lausan tauminn og ganga inn í heim nautnalegrar gleði listamannsins.

Lesa meira