Pistlar

Lokaorðið - Fótanuddtæki óskast

I know I used to be crazy
I know I used to be fun
You say I used to be wild
I say I used to be young.

Lesa meira

Hér rís önnur heilsugæslustöð

Það er ekkert launungamál að margir Akureyringar hafa lengi verið án heimilislæknis og má rekja þá staðreynd mörg ár aftur í tímann. Bið eftir tíma hjá heimilislæknum er í dag yfirleitt mjög löng og í sumum tilfellum nær fólk ekki að fá tíma sem verður til þess að álag eykst á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu. Tel ég það eitt af okkar forgangsmálum að ráða bót þar á. Rannsóknir hafa sýnt hversu mikilvægt það er að allir hafi fastan heimilislækni um lengri tíma auk þess sem sýnt hefur verið fram á að það minnki einnig marktækt vinnuálag á heimilislæknum og í heilbrigðiskerfinu öllu.

Lesa meira

Akureyrarbær tilbúinn að taka þátt í samstilltu átaki til að kveðja niður verðbólgu

Ég tek undir að sveitarfélögin gera sér grein fyrir því að allir aðilar þurfi að koma að borðinu í kjaraviðræðum til að ná grunnmarkmiðunum, sem er að bæta kaupmátt í landinu.

Lesa meira

HÚSNÆÐI HEILSUGÆSLUNNAR Á AKUREYRI: HÁLFNAÐ VERK

Um langt skeið hefur legið fyrir ákvörðun ríkisvaldsins, sem tekin var í kjölfar ítarlegrar úttektar, að taka í notkun tvær nýjar heilsugæslur á Akureyri. Önnur þeirra var formlega opnuð í fyrradag sem skiljanlega var ákaflega gleðilegt, enda heilsugæslan á Akureyri verið í slæmu húsnæði allt of lengi. 

Heilbrigðisráðherra mætti í opnunina og ávarpaði gesti að því tilefni og sagði m.a. „...og ég ætlaði nefnilega einmitt að koma hingað og segja bíddu þessi er svo rosalega flott, er þetta ekki bara komið gott? En við látum reyna á það..“

Brosið hvarf af vörum mér við þessi orð hans.

Í kvöldfréttum RÚV sagði ráðherra síðan að þrátt fyrir þessi orð þá hafi ekkert breyst á þessum tímapunkti og að rýna þurfi í það hvernig þessi stöð nýtist. Það gefur hins vegar auga leið að það var aldrei planið að þetta húsnæði myndi standa undir allri þjónustu heilsugæslunnar á Akureyri, enda hefði það orðið allt öðruvísi og stærra ef svo hefði verið. Í húsnæðinu er t.a.m. ekki rými fyrir heimahjúkrun og geðheilbrigðisteymi, auk þess sem yfir 20 þúsund eru skráð hjá þessari heilsugæslu sem er langt umfram þann fjölda sem gert var ráð fyrir þegar húsnæðið var byggt.

Það er óhætt að segja að fjölmargir séu orðnir langþreyttir á bágri stöðu heilsugæslunnar á Akureyri, enda á hún að veita mikilvæga grunnþjónustu í okkar samfélagi. Það ætti ekki að ríkja óvissa um framhaldið, það ætti ekki að vera eitthvað hik á ráðherra að klára þá vegferð sem lagt var af stað í. Þannig að svarið við spurningu ráðherra er einföld:

Nei þetta er ekki bara komið gott, verkefnið er hálfnað og verkefnið þarf að klára. 

Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri og varaþingmaður

 

Lesa meira

Fréttatilkynning Seðlabankinn gegn Samherja

Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands var sett á laggirnar eftir að gjaldeyrishöftunum var komið á. Eitt stærsta einstaka mál þess hófst með húsleit í beinni útsendingu Ríkisútvarpsins á skrifstofum sjávarútvegsfélagsins Samherja. Félagið var sakað um alvarleg lögbrot sem forsvarsmenn þess báru af sér. Þessi atburður markaði upphaf að áralöngum átökum fyrir dómstólum og í fjölmiðlum.

Í þessari stórfróðlegu bók rekur Björn Jón Bragason, lögfræðingur og sagnfræðingur, málið og hver niðurstaða þess varð. Bók þessi byggir að hluta á fyrri bók Björns Jóns, Gjaldeyriseftirlitið – Vald án eftirlits, frá árinu 2016. Síðan þá hefur margt mjög áhugavert komið í ljós sem gefur mun heildstæðari mynd af atburðarásinni og veitir áður óþekkta innsýn í hvað gekk á að tjaldabaki. Margt mun koma lesandanum mjög á óvart enda er bókin í senn spennandi og ógnvekjandi lesning.

Hér er fjallað um alvarlega bresti og skort á fagmennsku í opinberri stjórnsýslu. Spurt er hvort að einhver beri ábyrgð sem höndlar með opinbert vald. Tryggvi Gunnarsson, þáverandi umboðsmaður Alþingis, benti þingmönnum á vegna þessa máls að „refsiheimildir eru ekki tilraunastarfsemi. Þetta er mikið inngrip í líf fólks.“ Hann sagði einnig vegna þessa: „Við getum ekki haldið áfram að böðlast á borgurunum af því að stoltið er svo mikið. Stoltið má ekki bera menn ofurliði.“ Kapp er best með forsjá.

 

 

Lesa meira

Óásættanleg undirmönnun lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það er óásættanlegt að á sama tíma og málum á borði embættis lögreglunnar á Norðurlandi eystra fjölgar gríðarlega, brotin séu að verða alvarlegri og ofbeldi gegn lögreglumönnum margfaldist, fáist ekki nauðsynlegar fjárveitingar til reksturs embættisins.

Lesa meira

Forvarnir hafa margar myndir og geta haft áhrif á allt samfélagið.

 Oft er talað um að börnin læri af því sem fyrir þeim er haft, vissulega er margt til í því og mikilvægt að huga að því að styðja þarf vel við framtíðina.

Lesa meira

Lokaorðið - Börn óvelkomin

Um miðja síðustu öld voru vinkonurnar Elsa og Alla að ráða sig í sveit á sinnhvorn bæinn í Höfðahverfi. Í ráðningarferlinu kom babb í bátinn, annarri stúlkunni fylgdi tveggja ára drengur og hann vildi bóndinn ekki fá í vist, heldur vildi hann ráða barnlausu stúlkuna. Nú voru góð ráð dýr. Þær hringja í ekkjuna í Höfða og kanna hvort hún sé tilbúin að taka Elsu með barnið í vist. Ekki stóð á svari hjá Sigrúnu: ,,blessuð vertu, það er nóg pláss fyrir börn í Höfða”. Reyndist þetta mikið happaráð og mæðginin urðu hluti af Höfðafjölskyldunni.

Lesa meira

Húðvaktin er ný fjarlækningaþjónusta í húðlækningum

Húðvaktin er fjarlækningaþjónusta sem opnaði þann 3. janúar síðastliðinn og er fyrsta þjónusta sinnar tegundar á Íslandi. Húðvaktin býður fólki sem þarf á aðstoð sérfræðings í húðlækningum að halda að fara inn á hudvaktin.is og skrá þar beiðni til læknis. Fyrir beiðnina þarf tvær myndir og lýsingu á þeim húðeinkennum sem eru til staðar, en því næst er beiðnin send til afgreiðslu hjá sérfræðingi í húðlækningum. Innan 48 klukkustunda svarar húðlæknir og setur upp meðferðarplan sem eftir atvikum getur m.a. falið í sér lyfjameðferð, frekari rannsóknir á stofu eða tíma á skurðstofu.

Lesa meira

Skynsamleg ráðstöfun á skattfé á nýjum eða sama stað?

Skynsamleg ráðstöfun á skattfé á nýjum eða sama stað?

Það getur komið að þeim tímapunkti í lífi fólks að það þurfi meiri aðstoð en hægt er að veita í heimahúsi. Áður en óskað er eftir dvöl á hjúkrunarheimili þurfa öll önnur úrræði að vera fullreynd. Til þess að eiga kost á dvöl á hjúkrunarheimili þarf að sækja um færni- og heilsumat. Dvalarheimili aldraðra sf í Þingeyjarsýslum var formlega stofnað á Húsavík 8. janúar 1976. Stofnendur voru Húsavíkurbær ásamt 12 sveitarfélögum frá Ljósavatnshreppi að vestan til Raufarhafnarhrepps að austan. Fyrsta verkefni félagsins var bygging dvalarheimilis á Húsavík og var hafist handa 20. ágúst 1976. Fyrstu íbúar fluttu svo í Hvamm 2. maí 1981.

Dvalarrými verða hjúkrunarrými

Hvammur á Húsavík hefur í tímans rás breyst í hjúkrunarheimili og sveitarfélögin greitt umtalsverða fjármuni til að halda úti þeirri þjónustu í Þingeyjarsýslu. Hjúkrunarrými eru tvenns konar. Annars vegar eru rými sem ætluð eru einstaklingum sem þurfa að flytjast á hjúkrunarheimili til langframa. Þeim er tryggð búseta þar til æviloka nema heilsufarslegar eða persónulegar aðstæður breytist og bjóði annað. Hins vegar eru rými til tímabundinnar dvalar sem ætluð eru einstaklingum sem þurfa hvíldarinnlögn eða endurhæfingu með það að markmiði að geta flutt heim aftur. Í lögum um heilbrigðisþjónustu er skýrt kveðið á um ábyrgð ríkisvaldsins á rekstri hjúkrunarheimila og hjúkrunarrýma.

Ágreiningur um rekstur hjúkrunarþjónustu

Heilbrigðisstofnun Norðurlands rekur hjúkrunarþjónustu í Hvammi, húsnæði í eigu Norðurþings, Tjörneshrepps og Þingeyjarsveitar. Þörfin fyrir hjúkrunarrými ætti að vera öllum ljós. Í meira en áratug hefur umræða verið um byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Þingeyjarsýslum, á Húsavík til að mæta þeim þörfum sem hjúkrunarþjónusta útheimtir enda húsnæðið Hvamms hannað og byggt til annars en það gerir í dag. Á undanförnum árum hefur verið uppi ágreiningur milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun og rekstur hjúkrunarheimila. Nokkur sveitarfélög hafa skilað rekstrinum til ríksins. Hér í Þingeyjarsýslum rekur Heilbrigðisstofnun Norðurlands hjúkrunarheimilið á Húsavík, ber ábyrgð á rekstri þess og mun gera áfram.

Byggingarkostnaður hjúkrunarheimila

Sumarið 2022 var skipaður starfshópur á vegum heilbrigðisráðherra með það hlutverk að greina eignarhald og fjármögnun á húsnæði hjúkrunarheimila. Farið var yfir eignarhald á hverju heimili auk framlags til viðhalds og endurbóta á einstaka heimili. Af byggingarkostnaði hjúkrunarheimila greiðir ríkissjóður 85% og sveitarfélög 15% auk þess að sveitarfélögunum ber að útvega lóð undir byggingar að kostnaðarlausu. Í skýrslunni er enn frekar hnykkt á því að ríkissjóður ber einn ábyrgð á veitingu þjónustunnar.

Í kjölfar niðurstöðu starfshópsins var skipaður vinnuhópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis til að vinna að sameiginlegri útfærslu á breyttu fyrirkomulagi fasteignamála hjúkrunarheimila og gera tillögu að nauðsynlegum lagabreytingum í kjölfarið. Í skýrslu vinnuhópsins er kveðið á um sveitarfélögin verða leyst undan skyldum sínum um sama efni og framkvæmdasjóður aldraðra verður lagður niður.

Ráðstöfun á skattfé almennings

Farið var í hönnunarsamkeppni um byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík. Búið er að grafa fyrir grunni þess. Ekkert tilboð barst í byggingu heimilisins innan tilskilins frest í verkið. Kostnaður við verkefnið, eins og það blasir við okkur, væri óskynsamleg ráðstöfun á skattfé. En meginmarkmið með nýju fasteignafyrirkomulagi hjúkrunarheimila er m.a. að auka hagkvæmni og framkvæmdahraða vegna fjárfestinga þannig að aðstaða sé til staðar í samræmi við þjónustuþörf hverju sinni, auka sveigjanleika og sérhæfingu við byggingu og rekstur hjúkrunarheimila. Sömuleiðis að tryggja að fjármunir séu til staðar til að hægt sé að ráðast í nauðsynlegt viðhald og endurbætur og koma í veg fyrir viðhaldsskuld. En almennt gert er ráð fyrir að rekstraraðili hjúkrunarheimilis og eigandi húsnæðis séu sitthvor aðilinn.

Sem minnstar tafir

Æskilegt er að aldraðir eigi kost á hjúkrunarþjónustu í sinni heimabyggð. Húsavík er kjarni þessarar þjónustu. Því þarf að tryggja að tafir og seinkun á uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík verði sem allra minnstar. Nú þarf að hafa hraðar hendur og vanda sig. Verkefnið þarf að hugsa upp á nýtt með nýjum útfærslum.

Hjálmar Bogi Hafliðason

Forseti sveitarstjórnar Norðurþings

 

Lesa meira