Þegar Toggi kom inn, ríðandi á Séra Birni!

Toggi Sigurjóns – en ekki reyndar á baki Séra Björns á þessari mynd. Mynd: JS.
Toggi Sigurjóns – en ekki reyndar á baki Séra Björns á þessari mynd. Mynd: JS.

Það hefði væntanlega farið um ýmsa á prestastefnu ef biskup hefði hoppað í pontu og hrópað: „Nú kemur Þorgrímur Sigurjónsson inn, ríðandi á séra Birni!“

Þetta var reyndar eitt tilkynnt hástöfum. En blessunarlega ekki á prestastefnu, heldur á hestamóti Þjálfa og Grana á Húsavík, þegar kynnir var að boða innkomu Togga á skeiðvöllinn á baki þeim góða fola, Séra Birni. Sem væntanlega hefur verið skírður í höfuðið á og til heiðurs hinum ástsæla klerki Húsvíkinga um áratuga skeið, séra Birni Helga Jónssyni. JS


Nýjast