Stefán í Möðrudal og botnfastur Mývetningur

Eitt af málverkum Stórvals.
Eitt af málverkum Stórvals.

 

Það var snemma á 4. áratugnum, að íþróttamót var haldið á Laugum í Reykjadal. Meðal áhorfenda var Stefán Jónsson frá Möðrudal. Keppt var í sundi í tjörninni hjá Alþýðuskólanum. Þannig sagði Stefán frá kappsundinu:

“Ég stóð álengdar og fylgdist með keppninni. Mývetningur einn fór heldur geyst af stað og sprakk í miðju sundinu og sökk eins og steinn. Þá stakk ég mér í tjörnina og bjargaði honum. Í annað eins hefi ég aldrei komist - hann hélt sér svo fast í botninn.” JS


Nýjast