Skagfirðingar bæði fátækir og fávísir?

Gleðigjafinn Hilmir Jóhannesson, Bubbi í Brautarholti. Mynd: JS
Gleðigjafinn Hilmir Jóhannesson, Bubbi í Brautarholti. Mynd: JS

Hilmir Jóhannesson á Sauðárkróki, einnig þekktur sem Bubbi í Brautarholti af eldri Húsvíkingum, en þar í bæ sleit hann barnsskónum, sendi frá sér bókina Gollar, sem var þrátt fyrir langan ritferil, fyrsta bók höfundar. Af þessu tilefni var Hilmir í viðtali í skagfirska héraðsfréttablaðinu Feyki og gerði þar m.a. skemmtilega grein fyrir því hversvegna hann flutti á sínum tíma frá Húsavík til Borgarness og þaðan á Sauðárkrók.

Hann kvaðst hafa þurft að flytja úr Þingeyjarsýslu þar sem hann var orðinn svo félagslega einangraður vegna þess hve Þingeyingar voru gáfaðir.

„Þá flutti ég suður í Borgarnes og það er tilfellið að Borgnesingar eru þannig í laginu að þar er talið  betra að vera ríkur. Svo ég varð eiginlega hálf fatlaður þar líka. Aftur á móti skorti mig aldrei gáfur í Borgarfirðinum.

Síðan flutti ég hingað á Sauðárkrók 1972 og þá einhvern veginn smellpassaði þetta allt, því Skagfirðingar eru hvorki gáfaðir né ríkir.“ JS

 


Nýjast