Sessunautarnir Hitler og Jónas Geir frá Húsavík

Jónas Geir Jónsson til vinstri. Og nei, sessunautur hans er ekki Adolf Hitler, heldur landsliðsmaður…
Jónas Geir Jónsson til vinstri. Og nei, sessunautur hans er ekki Adolf Hitler, heldur landsliðsmaðurinn og landsliðsþjálfarinn í handbolta, Þorbergur Aðalsteinsson. Mynd: JS

Guðmundur G. Halldórsson, bóndi og hrognakaupmaður á Kvíslarhóli á Tjörnesi, var bæði sögumaður góður og snjall og hnyttinn hagyrðingur, samanber eftirfarandi sem undirritaður  skráði eftir honum:

„Ég hlýddi eitt sinn á útvarpsviðtal við Jónas okkar Geir, kennara á Húsavík í áratugi, en Jónas fór á ólympíuleikana í Berlín 1936. Í spjallinu upplýsti Jónas að hann hefði  setið skammt frá öllum helstu leiðtogum þriðja ríkisins  og hefði því getað virt þá gaumgæfilega fyrir sér, þar sem þeir sátu í heiðursstúkunni að íhuga afrek aríska kynstofnsins.

Og þá datt mér í hug þessi vísa:

Lögðu á afrek arískt mat,

öðrum glæstri voru þeir.

Í heiðursstúku Hitler sat

og honum næstur - Jónas Geir.

JS


Nýjast